19.03.2012
Nú styttist í hið geysivinsæla Barkamót, sem haldið verður í Reiðhöllinni í Víðidal, sunnudaginn 25. mars.
Þátttaka á Barkamótinu er öllum opin og keppt er um veglegt verðlaunafé sem Barki ehf. gefur.
18.03.2012
Úrslit af Svellköldum
Hið stórskemmtilega mót „Svellkaldar konur“ fór fram í gærkvöldi þar sem 100 konur tóku þátt í
ístöltskeppni í Laugardalnum í Reykjavík. Hestakostur var gríðarlega góður og áberandi hversu reiðmennska og snyrtimennska var
í háum gæðaflokki.
17.03.2012
Ístöltmótið „Svellkaldar konur“ hefst kl 17:00 í dag 17.mars.
15.03.2012
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands efna til sýningar - Nú styttist í Vesturlandssýningu og er
undirbúningur í fullum gangi. Dagskráin er þétt og mikil og góð þátttaka á meðal hestamanna á Vesturlandi.
14.03.2012
Nú styttist í hið geysivinsæla ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" en mótið fer fram nk. laugardag, 17. mars., í Skautahöllinni
í Laugardal í Reykjavík.
14.03.2012
Upprifjunarnámskeið 2012 lokið:Það verður ekki haldið sérstakt auka upprifjunarnámskeið fyrir þá dómara sem ekki
komust á þessi tvö námskeið sem haldin voru í Reykjavík og á Sauðárkróki. En við viljum benda þeim dómurum
á að þeir geta skráð sig á alþjóða dómararáðstefnuna sem haldin verður í Mosfellsbæ dagana 13.-14.apríl
ef þeir vilja verða virkir dómarar 2012 – en athugið að gera það sem fyrst því fyrstu kemur fyrstur fær, ákveðið mörg
pláss laus
13.03.2012
Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að færa Barkamótið, sem átti
að vera næstu helgi, aftur um eina helgi (vegna Svellkaldra kvenna) og verður mótið haldið sunnudaginn 25. mars.
12.03.2012
Nú hefur verið dregið um rásröð á Svellköldum konum 2012 - ístöltsmóti kvenna sem fram fer í Skautahöllinni í
Laugardal nk. laugardag, 17. mars. Margar bestu reiðkonur landsins eru skráðar til leiks og ljóst að um verulega flott mót verður að ræða.
10.03.2012
Miðvikudaginn 7. mars sl. var Félag hesthúsaeigenda á félagssvæði Gusts á
Kjóavöllum stofnað.
10.03.2012
Gustarar athugið! Kvennadeildin verður með kaffi og meðlæti í Reiðhöll Rikka og Þórs laugardaginn 17. mars kl. 14:30-16.