Glæsileg úrtaka og Gullmót

Eftir HM-úrtöku í síðustu viku og glæsilegt Gullmót sem lauk á sunnudaginn, hafa sjö knapar tryggt sér sæti í liðinu. Að auki eigum við þrjá ríkjandi heimsmeistara sem allir hafa staðfest þátttöku sína á HM2013.

Landslið Íslands: opinn fundur

Opinn fundur landsliðsnefndar LH og liðsstjóra landsliðs Íslands í hestaíþróttum verður haldinn þriðjudaginn 18. júní kl. 17:00 í húsakynnum Ásbjörns Ólafssonar Köllunarklettsvegi 6 í Reykjavík.

Teitur í landsliðið með Jökul

Teitur Árnason tryggði sér sæti í landsliðinu með flottum tímum í 250m skeiði á Jökli frá Efri-Rauðalæk en besti tíma þeirra félaga var 21,93. Til hamingju Teitur!

Hinrik og Smyrill til Berlínar

Hinrik Bragason tryggði sér sæti í íslenska landsliðinu með Smyril frá Hrísum en þeir félagar voru efsta töltpar umferðanna tveggja í úrtökunni. Til hamingju Hinrik!

Flosi og Möller í landsliðið

Flosi Ólafsson vann sér sæti í landsliði Íslands rétt í þessu á Möller frá Blesastöðum 1A. Þeir félagar áttu frábæra sýningu í töltinu og urðu efstir með 7,93. Þó munaði litlu á honum og Kára Steinssyni sem var efstur eftir fyrri umferðina á Tóni frá Melkoti.

Gústaf leiðir T2 í ungmennaflokki

Gústaf Ásgeir Hinriksson er efstur á Naski frá Búlandi í T2 ungmenna með einkunnina 7,87. Annar er Skúli Þór Jóhannsson á Glanna frá Hvammi III með 7,03 og þriðja Agnes Hekla Árnadóttir á Rós frá Geirmundarstöðum með 6,90.

Viðar efstur í T2 á Björk frá Enni

Viðar Ingólfsson trónir á toppnum í T2 eftir aðra umferð úröku og forkeppni Gullmóts á Björk frá Enni, en þau fóru í mjög góða einkunn eða 8,37. Næstur á eftir honum er Valdimar Bergstað á Tý frá Litla-Dal með 8,20 og þriðji er Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla með 8,13.

Menntaráðstefna FEIF í september

Enn er hægt að skrá sig á Menntaráðstefnu FEIF sem haldin verður í nágrenni Stokkhólms í Svíþjóð dagana 6.-8. september næstkomandi.

Landsliðssæti fyrir Jakob og Al

Jakob Svavar á Al frá Lundum II hefur tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu sem efsti fimmgangshestur í úrtöku. Hann náði að sýna þrjár öruggar og vel útfærðar sýningar á síðustu þremur dögum. Innilega til hamingju Jakob!

Arna Ýr í landsliðið

Arna Ýr Guðnadóttir tryggði sér í kvöld sæti í íslenska landsliðinu á Þrótti frá Fróni. Arna Ýr og Þróttur fóru í 7,07 í fjórganginum í dag en 7,04 var einkunnin sem þau þurftu að ná til að hafa betur en Gústaf Ásgeir og Naskur.