HM úrtaka - gæðingaskeið

Nokkrir keppendur voru í gæðingaskeiði á HM úrtöku og var það Haukur Baldvinsson á höfðingjanum Fal frá Þingeyrum sem sigraði örugglega með einkunnina 8,33.

Viðar átti góðar sýningar í fjórganginum

Viðar Ingólfsson var skráður með tvo hesta í fjórgang í HM úrtökunni. Hann endaði efstur á Hrannar frá Skyggni með 7,0 og í 2.-3. sæti á Björk frá Enni með 6,97 ásamt þeim Karen Líndal á Tý frá Þverá II.

Arna Ýr efst í fjórganginum

Arna Ýr Guðnadóttir skaust í efsta sætið í fjórgangi ungmenna á Þrótti frá Fróni. Hún reið sína sýningu seinni partinn.

2. umferð 5g lokið í úrtökunni

Fimmgangi er nú lokið í annari umferð hans í HM úrtökunni. Jakob Svavar Sigurðsson á Al frá Lundum er efstur, annar er Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi og þriðji Sigurður Vignir Matthíasson á Mætti frá Leirubakka. Arnar Bjarki er efstur í ungmennaflokknum, eins og í gær, á Arnari frá Blesastöðum.

Úrtaka miðvikudag - dagskrá

Hér má sjá dagskrá úrökunnar á morgun miðvikudag. Athugið að ráslistar verða þeir sömu og gefnir hafa verið út.

Yfirlýsing frá landsliðsnefnd

Landsliðsnefnd hefur ákveðið í kjölfar þeirra vallaraðstæðna sem sköpuðust í úrtöku íslenska landsliðsins í morgun, að riðnar verði þrjár umferðir í fimmgang ungmenna og fullorðinna.

Aðstæður erfiðar - úrtöku aflýst til morguns

Úrtökumótið í Víðidalnum er í uppnámi og tekin hefur verið sú ákvörðun að aflýsa mótinu til morguns. Tveir hestar féllu í brautinni með knapa sinn og ákveðið var að stöðva keppni á Hvammsvellinum og grandskoða aðstæður, sem síðan leiddi til þessarar ákvörðunar.

Jakob og Alur efstir

Forkeppni í fimmgangi lauk laust eftir hádegið í Víðidalnum. Efstur er Jakob Svavar Sigurðsson á Al frá Lundum með 7,20, annar Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi með 6,93 og þriðji Jóhann G. Jóhannesson á Bresti frá Lýtingsstöðum með

Arnar Bjarki efstur í fimmgangi ungmenna

Keppni í fimmgangi ungmenna er lokið í fyrri umferð HM úrtöku. Efstur varð Arnar Bjarki Sigurðarson á Arnari frá Blesastöðum með 6,67 í einkunn. Annar varð Skúli Þór Jóhannsson á Glanna frá Hvammi með 6,47 og þriðji Ásmundur Ernir Snorrason á Hvessi frá Ásbrú með 6,43.

Úrtaka hafin í Víðidalnum

HM úrtakan er hafin í Víðidalnum í Reykjavík en dagskráin hófst á knapafundi kl. 10:00. Keppni hefst síðan á keppni í fimmgangi ungmenna um kl. 11:30.