18.04.2013
Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 20.apríl og hefst stundvíslega kl. 10:00.
18.04.2013
Opna Hrímnismót Harðar (3 vetrarmót) verður haldið laugardaginn 20 apríl kl 12.00. Mótið verður haldið úti nema að polla flokkarnir verða inn. Skráning verður í reiðhöllinn frá kl 11.00 12.00.
18.04.2013
Athugið að dagskrá er birt með fyrirvara um villur og breytingar. Knapar athugið að í nokkrum tilfellum hafa flokkar verið sameinaðir þar sem ekki náðist næg þátttaka í suma flokka.
17.04.2013
15. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þannig að nú ættu menn ekki að þurfa að vera á síðustu stundu að skrá. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er skrá hross á kynbótasýningu.
16.04.2013
Lokaþjálfunarnámskeið fyrir alla þá sem hafa hug á að taka þátt í HM úrtöku í júní, verður haldið dagana 20.-22.apríl í reiðhöll Eldhesta í Ölfusinu. Kennarar verða þau Julio Borba, Olil Amble og Rúna Einarsdóttir. Námskeiðið hefst kl. 9:00 á laugardagsmorgninum.
16.04.2013
Af gefnu tilefni vill stjórn LH koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri.
12.04.2013
Verið er að leggja lokahönd á uppfærslu á Lögum og reglum LH. Nýr reglupakki verður birtur eftir helgina og verður sú útgáfa nefnd Lög og reglur LH 2013 - 1.
12.04.2013
Ráslistar Kvennatöltsins eru klárir! Kíkið á þá hér...
12.04.2013
Dagskrá Kvennatöltsins á laugardaginn kemur liggur nú fyrir. Keppni hefst kl. 15 í reiðhöllinni í Víðidal og mun standa fram á kvöld. Skráning er góð í alla flokka og stefnir í spennandi keppni. Þegar forkeppni lýkur verður gert matarhlé en svo hefst úrslitakeppnin kl. 19:40 með B og A úrslitum í öllum flokkum.
12.04.2013
Hestamiðstöðin Hestasýn í Mosfellsbæ er með almennt járningarnámskeið dagana 13.-14. maí og/eða 20-21. maí. Kennari: Sigurður Torfi Sigurðsson, járningameistari.