HM úrtaka: ráslistar fyrri umferðar

Meðfylgjandi er dagskrá og ráslisti fyrri umferðar HM Úrtöku sem fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal 11 júní.

LH og FITE

Um nokkurt skeið verið til skoðunar að innleiða svokallaða TREC keppni hér á landi, en þessi tegund keppni hefur notið vinsælda meðal „frístundahestamanna“ víða um heim: TREC keppnin á uppruna sinn að rekja til áttunda áratugatugs síðustu aldar í Frakklandi sem nokkurskonar próf fyrir leiðsögumenn í hestaferðum og hesta þeirra. TREC skammstöfun fyrir franska heitið „Technique De Randonnée Equestre De Compétition“ en á ensku heitir keppnin „Equestrian Trail Riding Techniques Competition“.

Ræktendur styrkja landsliðið

Íslenskir hrossabændur eru duglegir að styðja við bakið á landsliðinu okkar í hestaíþróttum og er landsliðsnefnd LH afar þakklát þeim hjálpsömu höndum sem samstarfsaðilar okkar leggja til við að senda okkar lið á mót erlendis, t.a.m. HM nú í sumar.

Dagskrá Gullmóts og HM úrtöku

Fyrri umferð HM úrtöku verður á þriðjudaginn kemur. Á fimmtudaginn hefst svo Gullmótið og seinni umferð HM úrtökunnar. Mótið verður glæsilegt í alla staði og rétt að hvetja áhugasama til að koma og fylgjast með spennunni í úrökunni og öllum glæsihestunum sem etja kappi á Gullmótinu í Víðidalnum.

Félagsmót Freyfaxa - ráslistar og dagskrá

Nú er skráningum lokið fyrir Félagsmót Freyfaxa 2013, sem fram fer 8. og 9. júní. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót í Hornafirði sem fer fram nú bráðlega. Fljótt á litið er hestakostur góður og þáttaka afar góð á Austfirskan mælikvarða.

Námskeið í minningu Reynis Aðalsteinssonar

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands kynnir námskeiðið: "Í þágu hestsins - Þjálfun hestsins verður að taka mið af líkamsbyggingu hans". Námskeiðið verður haldið á Hvanneyri 27.-28.júlí.

Áríðandi tilkynning vegna úrtöku/Gullmóts

LH vill benda á að samkvæmt FIPO reglunum má ekki nota 300m völlinn þegar leggja skal á skeið í fimmgangi. Á úrtöku og Gullmóti verður farið eftir FIPO og fimmgangurinn verður því ALLUR riðinn á 250m vellinum og ekki leyfilegt að skeiðleggja á langhliðum lengri vallarins.

Úrtaka/Gullmót - skráningarfrestur til 16 í dag

Þar sem Skýrr var að uppfæra kerfið hjá sér og Sportfengur fór úr sambandi er skráningafrestur framlengdur til Kl: 16:00 6 júní. Ekki missa af glæsilagasta móti ársins Gullmótinu og Úrtöku fyrir HM Berlín sem haldið er dagana 11 – 15 júní n.k á félagssvæði Fáks Víðidal.

HM 2013 í Berlín - Örfá sæti laus!

HM ÍSLENSKA HESTSINS verður haldið í Berlín 4.-12. ágúst 2013. Úrval Útsýn er að sjálfsögðu með ferðir á þennan frábæra viðburð í heimsborginni Berlín. Fyrsta ferðin seldist upp á mettíma. Örfá sæti eru hins vegar laus í sambærilega ferð 6.-13.ágúst - þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.

Gæðingakeppni Dreyra - úrslit

Hestamannafélagið Dreyri hélt sína árlegu gæðingakeppni laugardaginn 1. júní sl. Að þessu sinni var keppnin jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands, sem haldið verður að Kaldármelum dagana 3.-7. júlí.