10.06.2013
Meðfylgjandi er dagskrá og ráslisti fyrri umferðar HM Úrtöku sem fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal 11 júní.
07.06.2013
Um nokkurt skeið verið til skoðunar að innleiða svokallaða TREC keppni hér á landi, en þessi tegund keppni hefur notið vinsælda meðal frístundahestamanna víða um heim: TREC keppnin á uppruna sinn að rekja til áttunda áratugatugs síðustu aldar í Frakklandi sem nokkurskonar próf fyrir leiðsögumenn í hestaferðum og hesta þeirra. TREC skammstöfun fyrir franska heitið Technique De Randonnée Equestre De Compétition en á ensku heitir keppnin Equestrian Trail Riding Techniques Competition.
07.06.2013
Íslenskir hrossabændur eru duglegir að styðja við bakið á landsliðinu okkar í hestaíþróttum og er landsliðsnefnd LH afar þakklát þeim hjálpsömu höndum sem samstarfsaðilar okkar leggja til við að senda okkar lið á mót erlendis, t.a.m. HM nú í sumar.
07.06.2013
Fyrri umferð HM úrtöku verður á þriðjudaginn kemur. Á fimmtudaginn hefst svo Gullmótið og seinni umferð HM úrtökunnar. Mótið verður glæsilegt í alla staði og rétt að hvetja áhugasama til að koma og fylgjast með spennunni í úrökunni og öllum glæsihestunum sem etja kappi á Gullmótinu í Víðidalnum.
07.06.2013
Nú er skráningum lokið fyrir Félagsmót Freyfaxa 2013, sem fram fer 8. og 9. júní. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót í Hornafirði sem fer fram nú bráðlega. Fljótt á litið er hestakostur góður og þáttaka afar góð á Austfirskan mælikvarða.
06.06.2013
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands kynnir námskeiðið: "Í þágu hestsins - Þjálfun hestsins verður að taka mið af líkamsbyggingu hans". Námskeiðið verður haldið á Hvanneyri 27.-28.júlí.
06.06.2013
LH vill benda á að samkvæmt FIPO reglunum má ekki nota 300m völlinn þegar leggja skal á skeið í fimmgangi. Á úrtöku og Gullmóti verður farið eftir FIPO og fimmgangurinn verður því ALLUR riðinn á 250m vellinum og ekki leyfilegt að skeiðleggja á langhliðum lengri vallarins.
06.06.2013
Þar sem Skýrr var að uppfæra kerfið hjá sér og Sportfengur fór úr sambandi er skráningafrestur framlengdur til Kl: 16:00 6 júní.
Ekki missa af glæsilagasta móti ársins Gullmótinu og Úrtöku fyrir HM Berlín sem haldið er dagana 11 15 júní n.k á félagssvæði Fáks Víðidal.
04.06.2013
HM ÍSLENSKA HESTSINS verður haldið í Berlín 4.-12. ágúst 2013. Úrval Útsýn er að sjálfsögðu með ferðir á þennan frábæra viðburð í heimsborginni Berlín. Fyrsta ferðin seldist upp á mettíma. Örfá sæti eru hins vegar laus í sambærilega ferð 6.-13.ágúst - þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.
04.06.2013
Hestamannafélagið Dreyri hélt sína árlegu gæðingakeppni laugardaginn 1. júní sl. Að þessu sinni var keppnin jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands, sem haldið verður að Kaldármelum dagana 3.-7. júlí.