09.04.2013
Skráning er hafin á Kvennatöltið sem fer fram í reiðhöllinni í Víðidal nk. laugardag, 13. apríl. Skráning fer eingöngu fram í gegnum www.sportfengur.com gegn greiðslu með greiðslukorti. Á mótinu er boðið upp á keppni í fjórum styrkleikaflokkum svo allar konur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
09.04.2013
Töltfimi var kynnt til sögunnar síðastliðið haust sem hugsanleg ný keppnisgrein í hestaíþróttum. Hún byggir á hugmyndum Reynis heitins Aðalsteinssonar um keppni í tölti þar sem þjálfun, undirbúningur og reiðmennska eru undir smásjá. Hópur áhugasamra hestamanna hefur unnið óformlega að mótun leiðara fyrir Töltfimina undanfarna mánuði.
08.04.2013
Skv. lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót.
08.04.2013
Á miðvikudaginn 10.apríl n.k. kl. 20.30 verður haldin sýnikennsla með Jakobi Sigurðssyni sem segir frá og sínir þjálfunaraðferðir sem hann notar. Jakob þarf vart að kynna, hann er einn okkar besti keppnis- og sýningarknapi. Var valinn íþróttaknapi 2012, m.a. tvöfaldur Íslands meistari.
08.04.2013
4 hesta kerru var stolið á annan í páskum frá kerruleigunni í Víðidal sem staðsett er á planinu á móti Dýraspítalanum í Víðidal. Hún er hvít með hurð að aftan og topplúgu. Merkt nr. 4 og TIL LEIGU. Sími 693 4171 / 698 2333. www.kerruleigan.is
08.04.2013
Hestamannafélagið Máni heldur Opið íþróttamót Mána sem fer fram helgina 19.-21.apríl nk. Þetta mót hefur fest sig í sessi undanfarin ár sem fyrsta stóra íþróttamótið á suðvesturhorninu.
07.04.2013
Frábæru kvöldi í Skautahöllinni í Laugardal lauk með sigri Jakobs Svavars Sigurðssonar á Eldi frá Köldukinn. Góð helgi að baki hjá Jakobi, sem stóð í gær uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar.
05.04.2013
Ístölt þeirra allra sterkustu fer fram í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 6. apríl. Mótið er afar sterkt og verður spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari í ár. Húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00. Miðasalan verður opin frá kl. 18:30.
05.04.2013
Eftirtaldir stóðhestar mæta á ístöltið "Þeir allra sterkustu" til kynningar, hér eru á ferðinni frábærir hestar sem munu gleðja augu okkar á
laugardagskvöld.
05.04.2013
Veðurguðirnir léku svo sannarlega við gesti og gangandi í miðbæ Reykjavíkur í gær en setning Hestadaga fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áður hafði Jón Gnarr borgarstjóri farið heiðurshring í miðbænum í forláta hestvagni ásamt fríðu föruneyti.