29.05.2012
Gæðingamót Fáks var haldið dagana 24. - 27. maí s.l. og var mótið jafnframt úrtaka félagsins fyrir LM2012. Fákur hefur rétt á að senda 11 þátttakendur í hvern flokk gæðingakeppninnar á LM2012.
29.05.2012
Gæðingamót og úrtaka Gusts fyrir LM2012 fór fram í Glaðheimum á laugardaginn var. Hér má sjá niðurstöður mótsins en Gustur hefur rétt á að senda 4 knapa í hvern flokk gæðingakeppninnar á LM2012.
25.05.2012
Gæðingamót Gusts og úrtaka fyrir Landsmót verður haldin á morgun laugardag í Kópavoginum. Hér má sjá ráslista mótsins og dagskrá.
25.05.2012
Mótanefnd Hrings auglýsir Gæðingamót Hring sem jafnframt er úrtökumót v/ LM2012. Þá verður einnig boðið upp á opið mót í Tölti og Skeiðgreinum.
24.05.2012
Nú þegar 32 dagar eru í að Landsmót hestamanna í Reykjavík hefjist, eru margir að velta fyrir sér hvað stöðulistum í tölti og skeiði líður.
24.05.2012
Stjórn LH hefur borist óformlegt erindi um að hún setji reglugerð sem heimili notkun á enskum múl með skáreim í gæðingakeppni. Stjórnin hefur fjallað um málið og telur að sú breyting sem tillagan felur í sér þurfi að fara fyrir Landsþing LH, enda sé um að ræða breytingu á lögum og reglum sem Landsþing hefur samþykkt að skuli gilda.
24.05.2012
Skráning á Gæðingamót Harðar og Adams/úrtöku fyrir landsmót verður þriðjudaginn 29. maí frá kl. 19:00-21:00 í Harðarbóli. Einnig er hægt að hringja í síma 566-8282 á sama tíma með því að gefa upp kortanúmer til greiðslu skráningargjalda.
24.05.2012
Sameiginlegt Hestaþing og úrtaka Mána og Brimfaxa fer fram helgina 2.-3.júní nk á Mánagrund. Á laugardeginum 2.júní verða kappreiðar kl.17 og verður skráning á staðnum, engin keppnisgjöld. Strax á eftir kappreiðum verður grillveisla í Mánahöllinni þar sem við ætlum að hafa gaman saman. Verð í grill er 1500 kr og 500 kr fyrir börn undir 13 ára.
23.05.2012
Landsmót hestamanna er stórviðburður og sennilega stærsti íþróttaviðburður landsins en gert er ráð fyrir að um 12-16.000 gestir leggi leið sína í Víðidalinn í Reykjavík dagana 25. maí-1. júlí í sumar til að fylgjast með þegar landsins fremstu gæðingar og kynbótagripir verða teknir til kostanna.
23.05.2012
Gæðingamót Fáks og jafnframt landsmótsúrtaka félagsins hefst fimmtudaginn 24. maí kl. 16 á tölti T1.