Sigurður Sigurðarson er knapi ársins!

Íslenskir knapar kepptu á mörgum glæsilegum mótum á þessu ári sem senn er liðið. Heimsmeistaramót var með glæsibrag í Sviss og glæsileg keppni á Íslandsmóti á Akureyri og Fjórðungsmóti á Kaldármelum. Opin stórmót voru fleiri og stærri en oftast áður. Öflugar mótaraðir hafa fest sig í sessi. Fleiri gerðu tilkall til æðstu verðlauna, afreksmennirnir eru fleiri, frábærir knapar, af báðum kynjum, á öllum aldri, frá mörgum félögum.

Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna

Glæsileg Uppskeruhátíð hestamanna fór fram síðastliðið laugardagskvöld á Broadway. Húsfyllir var yfir borðhaldinu og gaman var að sjá hestamenn og konur í sínu fínasta pússi. Veislustjórinn Hermann Árnason skemmti hestamönnum eins og honum einum er lagið.

Skeiðtímar Sigurbjörns staðfestir!

Frábærir tímar Sigurbjörns Bárðarsonar í 150m og 250m skeiði sem settir voru á Metamóti Andvara 4.-6. september 2009 með rafrænum tímatökubúnaði hafa verið staðfestir.

Hljómsveitin Von og Sigríður Beinteinsdóttir!

Skagfirska hljómsveitin Von mun spila fyrir dansi á Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway laugardaginn 7. nóv.  Sigríður Beinteinsdóttir mun leggja hljómsveitinni lið við að skemmta hestamönnum og halda uppi stuði fram á rauða nótt!

Þórarinn Eymundsson með kennslusýningu í Borgarnesi

Miðvikudaginn 11. nóvember nk. mun Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Skugga, standa fyrir kennslusýningu í reiðhöllinni í Borgarnesi kl. 20.

Nokkrir miðar eftir á Uppskeruhátíðina - gríðarleg stemming!

Enn er hægt að fá miða á Uppskeruhátíð hestamanna á Broadway nk. laugardag, 7. nóv. en miðasala hefur annars gengið gríðarlega vel og stefnir í fullt hús í borðhaldinu. Boðið verður upp á glæsilegan þriggja rétta málsverð, flotta dagskrá og dansleik fyrir aðeins kr. 6.900 sem er umtalsverð lækkun frá því í fyrra.

Sölusýning í reiðhöllinni á Flúðum

Föstudaginn 30. okt. 2009 verður sölusýning í reiðhöllinni á Flúðum. Sýningin hefst kl. 19.30 (ath. breytta tímasetningu). Einnig verður uppboð á folatollum til styrktar æskulýðsnefndar, spennandi folar í boði.

Vel sótt sýnikennsla hjá Antoni

Félag tamningamanna stóð fyrir sýnikennslu með Antoni Páli Níelssyni í samvinnu við hestamannafélagið Gust í reiðhöll Gustara sl. miðvikudagskvöld. Aðsókn var mjög góð, en um 200 manns mættu og fylgdust með Antoni sem fór vítt og breitt yfir sviðið hvað varðar undirbúning og þjálfun hrossa, auk þess að kynna ýmsar vinnuaðferðir og búnað. Góður rómur var gerður að kennslunni og áttu gestir notalega og fróðlega kvöldstund saman.

Aðalfundur kvennadeildar Fáks frestast!

Aðalfundur Kvennadeildar Fáks sem átti að vera í kvöld  FRESTAST vegna veikinda. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 2. okt. í félagsheimili Fáks og hefst hann kl. 20:00

Fáksfréttir

Hér fyrir neðan má sjá fréttir frá hestamannafélaginu Fák.