09.10.2009
Sögusetur íslenska hestsins stendur fyrir hrossablóti í samstarfi við Hótel Varmahlíð og Veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri,
laugardagskvöldið 17. október á Hótel Varmahlíð. Blótið hefst með drykk kl. 19.30.
07.10.2009
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á eins dags námskeið í fortamningum hrossa með Antoni Páli
Níelssyni, reiðkennara. Á námskeiðinu verður m.a. farið í gegnum fyrstu nálgun við tryppið, hvernig það er gert bandvant og
undirbúið undir frumtamningu.
07.10.2009
Ákveðið hefur verið að fresta Æskulýðsráðstefnu LH sem halda átti nk. laugardag 10.okt. vegna ónægrar
þátttöku.
05.10.2009
Æskulýðsnefnd LH stendur fyrir ráðstefnu fyrir æskulýðsfulltrúa á næstkomandi laugardag. Aðalumræðuefni
ráðstefnunnar eru fræðslumál og öryggismál. Hverju hestamannafélagi er boðið að senda að lágmarki 2 fulltrúa á
ráðstefnuna. Nú virðist vera að lítill áhugi er hjá félögunum ef miðað er við þær skráningar sem komnar eru.
Af 49 félögum innan raða LH hafa einungis 16 félög skráð fulltrúa sinn á ráðstefnuna. Þetta er langt frá vonum
nefndarinnar og stjórnar LH og í ljósi aðstæðna í samfélaginu töldum við að fyrir þessu yrði áhugi, að fá
hugmyndir, stuðning og hvatningu frá hinum félögunum fyrir vetrarstarfið sem framundan er, þar sem þarf að horfa í hverja krónu.
05.10.2009
Ágætu formenn hestamannafélaganna!
Formannafundur LH verður haldinn föstudaginn 6. nóvember n.k. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst fundurinn klukkan 10:00.
05.10.2009
Um 500 manns hafa séð myndina Kraftur – Síðasti spretturinn, sem nú er sýnd í Sambíói í Kringlunni. Aðdáendur á
Facebook síðu myndarinnar eru rúmlega eittþúsund og tvöhundruð frá 16 þjóðlöndum.
02.10.2009
Aðalfundur G.D.L.H. verður haldinn 16. október 2009 klukkan 18:00 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.
01.10.2009
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga minnir æskulýðsfulltrúa hvers félags í landinu að skrá sig á
æskulýðsráðstefnuna sem haldin verður laugardaginn 10.okt. Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl.10-18.
01.10.2009
Kvikmyndin Kraftur - síðasti spretturinn var frumsýnd í Kringlubíói í gærkvöldi, 30.sept.
Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum stóðhestsins Kraft frá Bringu sem hefur unnið hug og hjörtu hestamanna um heim allan og þjálfara hans
Þórarins Eymundssonar tamningameistara FT.
30.09.2009
Hátt í eitt þúsund manns víðsvegar að úr heiminum hafa skráð sig á aðdáendasíðu heimildarmyndarinnar Kraftur -
Síðasti spretturinn. Uppselt er á frumsýningu í kvöld en myndin fer í almenna sýningu á morgun.