24.11.2009
Æskulýðsnefndir hestamannafélaganna í Skagafirði og Húnavatnssýslum funduðu fyrir helgi og ákváðu fyrirkomulag
Grunnskólamóts Hestamannafélaganna í vetur.
24.11.2009
Uppskeruhátíð bænda og hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu var haldin 21.nóv. síðastliðinn og tókst í alla staði
mjög vel. Borðin svignuðu undan verðlaunum fyrir hesta, kýr og kindur.
23.11.2009
Landsmót hestamanna ehf (LM2010) óskar eftir aðilum til að sjá um veitingarekstur á Landsmóti hestamanna sem haldið
verður á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27. júní – 4. júlí 2010.
23.11.2009
Vorum að taka upp sendingu af vetrarlínunni frá hinum þekkta framleiðanda Mountain Horse. Komið og lítið á verð og úrval.
23.11.2009
Síðastliðinn laugardag vígði hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ stórglæsilega reiðhöll. Reiðhöllin
er mjög stór og glæsileg en gólflötur hennar er svipað stór og reiðhöllin í Víðidal.
23.11.2009
Halldór Halldórsson formaður samgöngunefndar Landssambands hestamannafélaga var síðastliðinn miðvikudag, á aðalfundi félagsins,
gerður að heiðursfélaga Andvara. Halldór hefur verið ötull félagi í hestamannafélaginu Andvara í rúmlega tvo áratugi
eða frá árinu 1984.
23.11.2009
Aðalfundur hestamannafélagsins Andvara var haldinn miðvikudaginn 18. nóvember síðastliðinn.
Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum var farið yfir skipulagsmál Andvara.
17.11.2009
Landssamband hestamannafélaga vill vekja athygli á því að umsóknarfrestur til þess að sækja um mótadaga er til 10.des.nk.
Umsóknarfrestur til þess að sækja um íþrótta- og gæðingadómara er til 15.des.nk.
17.11.2009
Þriðjudaginn 24. nóvember nk. mun Þórarinn Eymundsson vera með sýnikennslu í Topreiterhöllinni á Akureyri kl. 20.
Þórarinn tamningameistari, mun sýna fjölbreytt vinnubrögð við þjálfun og tamningu, en hann er einn þekktasti knapi og reiðkennari landsins
og margfaldur Íslands- og Heimsmeistari.
17.11.2009
Laugardaginn 21. nóvember n.k verður haldin folaldasýning í Rangárhöllinni á Hellu.
Úrval bestu folalda undan gengina sýninga í Rangárvallasýslu etja þar kappi um glæsilega vinninga.