Þjálfara og reiðkennara Matrixa FEIF

Menntanefnd FEIF hefur sett á laggirnar þjálfara og reiðkennara Matrixu FEIF. Tilgangur Matrixunnar er að samræma flokkun á menntastigum í aðildarlöndum FEIF.

Velheppnuð afmælishátíð

Landssamband hestamannafélaga hélt uppá 60 ára afmælið sitt síðastliðinn föstudag, 18.des. Hátíðin hófst á fánareið unglinga og ungmenna úr afrekshópi LH sem riðu frá Sóleyjargötunni, um Fríkirkjuveginn og að IÐNÓ í lögreglufylgd.

Minnum hestamenn á Afmælishátíðina í dag!

Í dag, 18.desember, eru 60 ár síðan stofnfundur Landssambands hestamannafélaga var haldinn í Baðstofu Iðnaðarmanna. Í tilefni dagsins verður boðið til afmælishátíðar í IÐNÓ.

FEIF námskeið

Alþjóðlegt FEIF námskeið fyrir íþróttadómara, þjálfara og reiðkennara (2. og 3. stig Matrixunnar) verður haldið 10.- 11.apríl 2010 í Wurz Þýskalandi, nánar tiltekið á Íslandshestabúgarðnum Lipperthof.

Dagskrá Meistaradeildar VÍS

Komin er dagskrá Meistaradeildar VÍS fyrir veturinn 2010. Á fyrsta móti deildarinnar verður keppt í smala og fer keppnin fram 28. janúar. Eins og áður verða öll mót nema eitt haldin í Ölfushöllinni. Eina mótið sem ekki verður haldið þar er Skeiðmótið en staðsetning þess verður nánar auglýst síðar.

Kraftur í Ástund

Þórarinn Eymundsson mun árita myndina Kraftur  í Ástund Austurveri  á laugardaginn 19.des, milli 14-16. Frábært tækifæri fyrir hestamenn að hitta Þórarinn leggja fyrir hann spurningar og fá sér kaffisopa um leið og Þeir versla jólagjafir hestamannsins.

Landsmót: Sölustjóri auglýsinga

Sölustjóri auglýsingamála – 100% starf.  Landsmót hestamanna, sem haldið verður 27. júní - 4. júlí 2010 á Vindheimamelum í Skagafirði, dagana 27. júní - 4. júlí 2010, leitar að öflugum starfsmanni fram til loka júlímánaðar.

Æskulýðsdeild Fáks

Æskulýðsdeild Fáks minnir á pizzakvöld í kvöld, miðvikudag kl. 20. Börn, unglingar og ungmenni í Fáki velkomin. Valdimar Bergstað og Teitur Árnason HM-farar segja frá reynslu sinni og horft verður á valda kafla á HM DVD disknum nýja. Unglingadeild Fáks mætir og kynnir vetrarstarfið framundan.

Afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga

60 ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga verður haldin 18.des. nk. Í IÐNÓ, nánast á sama stað og sambandið var stofnað en stofnfundurinn var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna 18. desember 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn.

Landsmótsfréttir

Undirbúningur fyrir Landsmót er farinn á fullt skrið og heimasíða Landsmóts að lifna við. Þar er að finna nýjustu upplýsingar um framvindu LM2010 hverju sinni.