Fáksfréttir

Námskeið fyrir mikið vana knapa hja Mette Manseth reiðkennara á Hólum. Frábært tækifæri fyrir mjög vana knapa sem vilja skerpa betur á hæfni sinni að fá kennslu frá einum fremsta reiðkennara landsins.  Aðeins 1 kennsluhelgi, þann 20. og 21. febrúar, kennt  verður frá kl. 8:00 - 16:00 báða dagana.  Staðsetning: Reiðhöllin í Víðidal. Takmarkaður fjöldi (Fáksfélagar ganga fyrir).  Verð:  29.000.

Bikarkeppni milli hestamannafélaga

Ákveðið hefur verið að halda Bikarkeppni á milli hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu líkt og í fyrra. Mótin eru haldin á föstudagskvöldum og standa í um einn og hálfan tíma. Mótin eru stutt og er lögð rík áhersla á að þau séu áhorfendavæn og að mikilvægt sé að ná upp stemningu á áhorfendapöllunum.

Úrslit Meistaradeildar VÍS

Fyrsta keppni í Meistaradeild VÍS fór fram í gær, fimmtudaginn 28.janúar, en þá var keppt í Smala. Sigurvegari kvöldsins var Árni Björn Pálsson sem keppir fyrir lið Líflands. Úrslitin má sjá hér fyrir neðan.

Stjörnutölt 2010

Stjörnutölt 2010 verður haldið í Skautahöllinni Akureyri þann 20. mars. Takið daginn frá og komið og horfið á skemmtilega keppni sem á engan sinn líkan.

Ráslistar fyrir Meistaradeild VÍS

Meistaradeild VÍS hefst á morgun, fimmtudaginn 28.janúar kl. 19.30, á keppni í Smala. Hér fyrir neðan má sjá ráslistann:

Fáksfréttir

Laugardaginn 23.janúar var opnað kaffihús í Reiðhöllinni í Víðidal á neðri hæð húsins (andyrinu). Loksins, loksins geta hestamenn komið saman og fengið sér kaffi og með því í notarlegheitum. Til að byrja með verður opið frá kl. 12:00 - 18:00 á laugardögum og sunnudögum.

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir tímabilið júlí 2009 til júní 2010.  Veittir verða styrkir á bilinu 50.000.- 100.000.- krónur, allt eftir eðli umsóknar og fjölda þeirra. 

Áríðandi tilkynning frá Hestaíþróttadómarafélagi Íslands ( HÍDÍ)

Endanlegar dagsetningar á samræmingarnámskeiðum HÍDÍ verða eins og áður var auglýst sunnudaginn 21. feb. 2010 í reiðhöllinni á Blönduósi og sunnudaginn 7. mars 2010 í Ingólfshöllinni í Ölfusi (Ekki 7.feb í Reykjavík eins og áður misritaðist).

Umsóknir fyrir YOUTH CUP

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku.  Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.

Ný heimasíða

Hestamannafélagið Skuggi í Borgarnesi hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu, www.hmfskuggi.is. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um félagið, starfsemi þess og dagskrá vetrarins. Það er mikið um að vera hjá Skuggamönnum og vetrarstarfið komið á fullt og þar kemur ný og glæsileg reiðhöll félagsins án efa að góðum notum.