Úrskurður aganefndar LH í máli Fredricu Fagerlund felldur úr gildi

Dómstóll ÍSÍ hefur kveðið upp dóm í máli Fredricu Fagerlund gegn Landssambandi hestamannafélaga.

Kristófer Darri tekinn inn í U21-landsliðshóp LH

Kristófer Darri Sigurðsson hefur sýnt eftirtektarverðan árangur nú í byrjun keppnistímabils á hesti sínum Ás frá Kirkjubæ. Kristófer og Ás eru sterkt keppnispar í fimmgangsgreinum og er hann boðinn velkominn í U21 árs landsliðshópinn.

Uppfærðar reglur um keppni í gæðingafimi LH

Gæðingafiminefnd LH hélt prufumót í byrjun febrúar þar sem keppt var eftir nýjum reglum LH um gæðingafimi til að fá reynslu á reglurnar. Að móti loknu gerði nefndin breytingar á nokkrum atriðum.

Áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum

Heimilt er að hafa allt að 200 áhorfendur í rými á íþróttaviðburðum að uppfylltum skilyrðum um grímunotkun, 1 meters fjarlægð ótengdra gesta, skáningu allra gesta með nafni, símanúmeri og kennitölu og að komið verði í veg fyrir frekari hópamyndanir í kringum viðburði eins og kostur er. Veitingasala er heimil.

Hæfileikamótun LH komin á fulla ferð

Á síðasta ári var verkefninu Hæfileikamótun LH ýtt úr vör. Tilgangur verkefnisins er að efla uppbyggingu afreksstarfs hestaíþrótta og efla færni efnilegra knapa í unglingaflokki (14-17 ára) sem stefna á að ná árangri í hestaíþróttum.

Úrskurður aganefndar LH um Metamót Spretts felldur úr gildi

Niðurstöður dómsins er að felld er úr gildi sú niðurstaða Aganefndar LH í máli 1/2020 frá 10. des. 2020 um að allur keppnisárangur af Metamóti Spretts 2020 skuli felldur út úr Sportfeng.

Kynning á gæðingafimi LH og prufumót

Laugardaginn 6. febrúar var kynning á reglum um gæðingafimi LH streymt á facebooksíðu Alendis og prufumót í greininni haldið í kjölfarið sem einnig var streymt á Alendis.

Hápunktar frá landsmótum 2000-2008 komnir inn á WorldFeng

Nýlega bættist hestamannafélagið Hörður í hóp þeirra sem hafa keypt aðgang að myndefninu á WorldFeng.

Kynningarfundur á gæðingafimi LH og prufumót

Laugardaginn 6. febrúar kl. 11:00 verður opin kynning á reglunum um gæðingafimi LH og haldið prufumót í kjölfarið.

Áhorfendur í einkabílum heimilir á mótum utanhúss

LH sendi fyrirspurn til sóttvarnaryfirvalda um hvort heimilt væri að leyfa áhorfendur í einkabílum á vetrarmótum í hestaíþróttum utanhúss. Í svari heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að því gefnu að á staðnum sé sóttvarnarfulltrúi sem tryggir að ekki verði hópamyndun fyrir utan bíla og engin veitingasala á staðnum.