28.11.2020
Á landsþingi LH 2020 var kosið í stjórn
28.11.2020
Guðni Halldórsson var kjörinn formaður LH til næstu tveggja ára á Landsþingi LH 2020.
24.11.2020
Laugardaginn 21. nóvember skrifuðu fulltrúar Landsmóts ehf., Hestamannafélagssins Skagfirðings og sveitarfélaganna Skagafjarðarbæjar og Akrahrepps undir samning um að landsmót hestamanna árið 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í ágætu veðri við keppnisvöllinn á Hólum.
23.11.2020
Beiðni LH um um opnun reiðhalla var hafnað með vísan til jafnræðissjónarmiða og þess að einu undanþágur sem hafa verið veittar íþróttum er vegna alþjóðlegra viðburða og þá einungins þar sem hægt er að tryggja rakningu með skráningu þátttakenda. Einnig er bent á að 2. desember taki ný reglugerð gildi og gerum við okkur vonir um tilslakanir þá.
20.11.2020
Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.
15.11.2020
Stjórn LH fer með æðsta vald í málefnum sambandsins milli þinga. Stjórnin skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Varastjórn skal skipuð fimm mönnum. Kjörtímabil er til tveggja ára.
11.11.2020
Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn framboðum til formanns og stjórnar LH er til föstudags 13. nóvember. Senda skal framboð til formanns kjörnefndar á vodlarhestar@gmail.com.
02.11.2020
Valnefnd óskar eftir upplýsingum frá ræktunarbúum sem hafa átt glæstan keppnisárangur hesta frá sínu búi á árinu 2020
01.11.2020
Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar, eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Sundlaugar verða jafnframt lokaðar á sama tímabili.