A-landsliðshópur LH 2021

Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari hefur gert breytingar á A-landsliðshópi LH, inn í hópinn koma þrír nýir knapar, þau Daníel Gunnarsson, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Snorri Dal.

U21 landsliðshópur LH 2021

Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari hefur gert breytingar á U21-landsliðshópi LH, inn í hópinn koma sjö nýir knapar, það eru: Hekla Rán Hannesdóttir, Hulda María Sveinbjörnsdóttir, Kristján Árni Birgisson, Signý Sól Snorradóttir, Sigrún Högna Tómasdóttir, Sigurður Baldur Ríkharðsson og Svanhildur Guðbrandsdóttir.

Tillögufrestur fyrir landsþing er 30. október

Frestur til að leggja fram málefni til umræðu er 30. október Tekið skal fram að þau framboð og þær tillögur sem bárust áður en þingið var fært eru í fullu gildi.

Úrval kynbótahrossa á vorsýningum 2020 á WorldFeng

Myndbönd af þeim 170 kynbótahrossum sem hefðu átt rétt til þátttöku í kynbótasýningu á Landsmóti 2020 eru komin inn á WorldFeng.

Nýliðun í hestamennsku – félagshesthús

Félagshesthús hestamannafélaga eru ætlað börnum og unglingum sem að eru að stíga sín fyrstu skref í hestaíþróttum. Þar kynnast börn og unglingar almennri reiðmennsku, daglegum störfum í kringum hesta og fleira sem tilheyrir hestamennsku. Þekking og færni sem fæst með þátttöku barna og unglinga í félagshesthúsum er margþætt; þau læra ábyrgð, umgengni og umönnun, kynnast leiðtogahlutverki, fá útiveru og hreyfingu og læra að mynda tengsl við aðra einstaklinga og dýr.

HM 2021

Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Herning í Danmörku 1.-8. ágúst 2021

Landsþing fært til 27. – 28. nóvember

62. landsþing Landssambands hestamannafélaga sem áður var boðað 16.-17. október hefur verið fært til 27.-28. nóvember 2020. Þetta er gert vegna uppgangs Covid19 veirunnar í samfélaginu. Frestur til formanns- og stjórnarframboðs sem áður var 2. október framlengist til 13. nóvember og frestur til að leggja fram málefni til umræðu sem áður var 18. september framlengist til 30. október. Tekið skal fram að þau framboð og þær tillögur sem þegar hafa borist eru í fullu gildi.

Landsmót hestamanna 2026 verður haldið á Hólum í Hjaltadal

Á fundi stjórnar LH þann 28. september, var ákveðið að Landsmót hestamanna 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal. Gengið verður til samninga við Hestamannafélagið Skagfirðing um mótshaldið á grunni fyrirliggjandi samninga við Landsmót 2018, 2022 og 2024.

Framboð til stjórnar Landssambands hestamannafélaga

Kjörnefnd LH vekur athygli á að þeir aðilar sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu tilkynni framboð sitt til nefndarinnar eigi síðar en tveimur vikum fyrir landsþing. Framboðsfrestur er til miðnættis 2. október.

Stöndum saman hestamenn

Í baráttunni við Covid19 faraldurinn höfum við í stjórn LH þurft að taka ákvarðanir sem gott hefði verið að vera laus við. Ákvarðanirnar höfum við tekið með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Við frestuðum landsmótinu sem halda átti 2020 aftur til 2022. Við ákváðum, í ljósi aðstæðna, að halda ekki Íslandsmótið sem vera átti í ágúst.