22.02.2017
Á hverju ári senda æskulýðsnefndir aðildarlanda FEIF skýrslu til sambandsins um starfið í hverju landi. Þessar skýrslur liggja svo til grundvallar þegar æskulýðsnefnd FEIF velur handhafa æskulýðsbikars FEIF hvert ár.
22.02.2017
Keppt verður í gæðingafimi í Samskipahöllinni í Spretti á morgun en ráslistinn fyrir mótið er klár. Keppni hefst kl. 19:00 og er það Eyrún Ýr Pálsdóttir sem ríður á vaðið á Hafrúnu frá Ytra-Vallholti en þær Eyrún og Hafrún stóðu sig vel í fjórgangnum.
20.02.2017
TREC nefnd LH hefur tekið til starfa að nýju og óskar eftir áhugasömum meðlimum til samstarfs.
20.02.2017
GDLH minnir á upprifjunarnámskeið hérlendis. Laugardaginn 11. mars klukkan 10:00 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Miðvikudaginn 15. mars klukkan 18:00 í Blönduskóla á Blönduósi.
20.02.2017
Föstudaginn 24.febrúar kl. 18.00 verður fundur fyrir félögin á Suðvesturhorninu hjá Sörla í Reiðhöllinni í Hafnarfirði.
17.02.2017
Hið árlega FEIF þing (alþjóðasamtök íslenska hestsins) var haldið að þessu sinni í Helsinki í Finnlandi dagana 3. og 4. febrúar sl.
16.02.2017
Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins.
15.02.2017
Uppsveitadeildin 2017 hefst föstudaginn 17. febrúar í Reiðhöllinni á Flúðum. Eins og áður keppa sjö lið úr hestamannfélögunum í Uppsveitum sín á milli um sigur í liða- og einstaklingskeppni.
13.02.2017
Spennan eykst og nú eru einungis örfáir dagar þangað til eitt stærsta mót landsins innanhúss hefst í Sprettshöllinni. Gluggar og Gler deildin 2017 Áhugamannadeild Spretts hefst fimmtudaginn 16 febrúar kl. 19:00.
10.02.2017
Æskulýðsnefnd LH stefnir í sína reglulegu fundarherferð um landið í febrúar og mars. Fundirnir verða sex talsins og eru haldnir víðsvegar um landið. Tilgangur fundanna er að efla tengsl nefndarinnar við það fólk sem vinnur að og hefur áhuga á æskulýðsmálum í hestamannafélögunum og einnig að kynna starfsemi nefndarinnar.