06.01.2017
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 8. desember 2016, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2017.
06.01.2017
Upprifjunarnámskeið GDLH verður haldið laugardaginn 11.mars 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði klukkan 10:00. Allir gæðingadómarar eru hvattir til þess að mæta þangað.
05.01.2017
Opið málþing um stöðu keppnismála fimmtud 5 jan. kl.19.30 í Félagsheimili Fáks. Félag tamningamanna heldur málþing um keppnismál.
03.01.2017
Ove Österlie, prófessor í íþróttafræðum við norska háskólann NTNU, heldur námskeið um notkun vendináms við íþróttaþjálfun í Reykjavík þann 2. febrúar og á Akureyri 3. febrúar 2016.
02.01.2017
Félag tamningamanna óskar hestamönnum öllum nær og fjær gleðilegs nýs árs.
Minnum einnig á málþingið sem mun fjalla um stöðu keppnismála eftir síðasta ár.
30.12.2016
Allir íþróttamenn ársins hjá sérsamböndum innan ÍSÍ voru heiðraðir á hátíðarkvöldverði í Hörpu í gær fimmtudag. Þar á meðal var okkar maður og knapi ársins, Árni Björn Pálsson á meðal jafningja. Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður ársins hlaut í lokin titilinn "Íþróttamaður ársins".
30.12.2016
Nú er rétt mánuður í að Meistaradeild í hestaíþróttum hefjist en fyrsta mót fer fram í Fákaseli þann 9. febrúar en keppt verður í fjórgangi. Nú á næstu dögum ætlum við að kynna hvert lið fyrir sig en fyrsta liðið sem við kynnum til sögunnar er lið Heimahaga.
29.12.2016
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2016. Hófið verður haldið í kvöld, þann 29. desember, í Hörpu og hefst kl. 18:00.
28.12.2016
Áramótin nálgast óðfluga og minnir Landssamband hestamannafélaga dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður.
28.12.2016
Súsanna Sand formaður FT er með vangaveltur um stöðu reiðmennsku, tamninga og reiðkennslu.