31.10.2016
Miðasalan fer gríðarlega vel af stað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 5.nóvember n.k. í Gullhömrum Grafarholti. Það er um að gera að tryggja sér miða í tíma!
26.10.2016
Valnefnd sú er tók að sér það verkefni að fara yfir árangur keppanda á liðnu keppnistímabili er tilbúin með tilnefningar í alla flokka. Þeir sem verða svo útnefndir í hverjum flokki verða að venju heiðraðir á Uppskeruhátíð hestamanna þann 5. nóvember auk þess sem ræktunarbúi ársins verða veitt verðlaun.
26.10.2016
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Það stefnir í frábært kvöld með góðum mat, frábærum félagsskap, verðlaunaafhendingum, kveðju frá Gísla Einars í Landanum og öðru skemmtiefni.
18.10.2016
Boðað er til fundar til að ræða um framtíðarfyrirkomulag HEÞ.
18.10.2016
Það verður veisla á næsta ári þegar heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Oirschot í Hollandi og án efa hafa margir knapar sett stefnuna í landslið Íslands sem mun keppa þar fyrir Íslands hönd.
17.10.2016
Skrifstofa LH verður lokuð eftir hádegi í dag, mánudaginn 17. október.
15.10.2016
60. landsþingi hestamanna í Stykkishólmi lauk seinni partinn í dag samkvæmt dagskrá. Þingið fór mjög vel fram, var vel skipulagt og stjórnun þess í örugg höndum þeirra Valdimars Leós Friðrikssonar og Grétars D Pálssonar.
14.10.2016
Að venju var æskulýðsbikar LH afhentur á landsþingi sambandsins og kom sá heiður í hlut hestamannafélagsins Sörla. Það er æskulýðsnefnd LH sem velur það félag sem hlýtur bikarinn á hverju ári og metur starf æskulýðsnefnda félaganna með innsendum skýrslum þessara nefnda.
14.10.2016
60. landsþing Landssambands hestamannfélaga er hafið í Stykkishólmi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra heiðraði samkomuna og flutti setningarávarp.
12.10.2016
Eftirfarandi framboð til stjórnarsetu Landssambands hestamannafélaga hafa borist kjörnefnd fyrir 60.landsþing LH.