Fréttir frá FEIF

Alþjóðasamband íslenska hestsins, FEIF, heldur uppi öflugu starfi fyrir aðildarlönd sín á öllum sviðum hestamennskunnar og sendir reglulega frá sér fréttabréf.

Hvernig getum við bætt reiðmennsku?

Ég held að gæðingafimi sé frábær leið til að bæta reiðmennsku og þjálfun. Í meistaradeild eru margir góðir knapar, fyrirmyndir og áhrifavaldar í reiðmennsku. Sjónvarpsútsendingar með faglegum lýsingum hjálpa til, hestaáhugafólk hittist, horfir saman og skiptist á skoðunum um reiðmennsku.

Starf afrekshóps heldur áfram

Í ár stofnaði Landsamband hestamanna afrekshóp ungmenna með það sem aðalmarkmið að undirbúa þau sem best til þáttöku á stórmótum hérlendis og erlendis.

Myndir frá Uppskeruhátíð hestamanna 2016

Uppskeruhátíð hestamanna fór fram laugardaginn 5.nóvember síðastliðinn. Hátíðin fór vel fram og margt var um manninn. Ljósmyndari var á staðnum sem fangaði stemminguna.

Viðburðadagatal LH opið

Viðburðadagatal LH er nú opið og sýnilegt á vef LH. Viðburðadagatalið má finna undir flipanum KEPPNI hér fyrir ofan.

Ósóttir verðlaunagripir frá Landsmóti

Enn er töluvert magn ósóttra verðlaunagripa frá Landsmóti hestamanna 2016. Hvetjum við alla þá sem eiga ósótta verðlaunagripi að sækja þá við tækifæri á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga sem er til húsa í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 2.hæð.

Árni Björn er knapi ársins

Uppskeruhátíð hestamanna var hátíðleg að vanda og þar voru verðlaunaðir knapar ársins í sex flokkum auk þess sem keppnishestabú og ræktunarbú ársins voru verðlaunuð.

Frábærir veislustjórar og stórskemmtileg skemmtiatriði!

Uppskeruhátíð hestamanna fer fram á morgun, laugardaginn 5.nóvember, í Gullhömrum og það stefnir allt í frábæra Uppskeruhátíð! Veislustjórar verða þau Andrea Þorvaldsdóttir og Jón Kristófer Sigmarsson (Jonni á Hæli) og þau munu gera óspart grín að sjálfum sér og öðrum.

Kortasjáin 11.607 km

Kortasjá LH er algjört þarfaþing við skipulag og framkvæmd ferðalaga á hestum. Búið er að yfirfara og bæta við reiðleiðum á Reykjanesi og í Ölfusi og er heildarlengd reiðleiða í nú 11.607 km.

Guðbjörg Viðja syngur fyrir hestamenn

Þessi stórefnilega unga söngkona ætlar að koma fram og syngja á Uppskeruhátíðinni á laugardaginn! Hún er 16 ára gömul og er dóttir Antons Páls Níelssonar og Ingu Maríu S. Jónínudóttur reiðkennara með meiru.