Stöðulistar í skeiði

Hér eru stöðulistar í skeiði eins og þeir koma fyrir laugardaginn 14.júní. Athugið að þetta er ekki endanlegur listi, því enn eiga eftir að koma inn lögleg mót frá einhverjum mótshöldurum.

Gæðingakeppni Léttis - ráslistar

Hér má sjá ráslista fyrir gæðingakeppni Léttis sem fram fer um helgina.

Samskip styrkja Landssamband hestamannafélaga

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Landssambands hestamannafélaga – LH og Samskipa um stuðning við Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hellu 30. júní – 6. júlí í sumar, ásamt stuðningi við Landslið Íslands í hestaíþróttum.

Stöðulisti í tölti T1

Eins og staðan er í dag, fimmtudag 5. júní er 30. knapi á stöðulista í T1 með einkunnina 7,13. Enn er tími fyrir töltara til að spreyta sig á því að komast inná listann, því endanlegur stöðulisti verður birtur þann 22. júní.

Auglýsingar á Landsmóti

Skiladagur auglýsinga er 6. júní nk. - Vilt þú auglýsa í mótsskrá Landsmóts hestamanna? Hafðu þá samband við okkur á netfangið landsmot@landsmot.is og við sendum þér verðlista um hæl. Skiladagur auglýsinga í mótsskrána er föstudagurinn 6. júní nk.

NM2014 í Herning – umsóknarfrestur til 1. júní

Liðsstjóri íslenska landsliðsins sem heldur á NM í Herning í sumar, hann Páll Bragi Hólmarsson, er í óðaönn að taka við umsóknum áhugasamra um þátttöku. Umsóknarfrestur þeirra er hug hafa á að taka þátt er 1. júní.

Bann við notkun tungubogaméla með vogarafli

Á 15. fundi stjórnar Landssambands hestamannafélaga 26. maí 2014 var ákveðið að fara að áskorun yfirdýralæknis um að banna notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppni.

Skógarhólar - pantanir

Skógarhólar hafa um árabil verið einn vinsælasti áfangastaður hestamanna á reiðleiðum um Þingvelli og góð gistiaðstaða er fyrir fólk og hross á svæðinu.

Könnun FEIF á frístundareiðmennsku

Nefnd um frístundareiðmennsku á vegum FEIF stendur fyrir könnun um þessar mundir og biðlar til allra að taka þátt. Könnunin er stutt og vitaskuld nafnlaus. LH hvetur Íslendinga til að taka þátt.

Ályktun DÍS um stangir með tunguboga

Á stórmótum hestamanna hefur verið sýnt fram á skaðsemi tungubogaméla, en við notkun mélanna stigmagnast áverkar á kjálkabeini hesta eftir því sem á mótin líður. Um er að ræða illa meðferð á hestum.