08.11.2010
Indriði Ólafsson og frú hlutu verðlaunin „Ræktun keppnishrossa“ á Uppskeruhátíð hestamanna en þau eru veitt fyrir
eftirtekarverðan árangur í ræktun keppnishrossa.
08.11.2010
Sveinn Guðmundsson frá Sauðárkróki var heiðraður á Uppskeruhátíð hestamanna síðastliðinn laugardag fyrir störf
sín í þágu íslenska hestsins.
08.11.2010
Sigurbjörn Bárðarson er engum líkur en hann kom, sá og sigraði á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var hátíðlega
á Broadway síðastliðin laugardag, 6.nóv. Sigurbjörn var útnefndur íþróttaknapi ársins, skeiðknapi ársins og að lokum
sem knapi ársins en aldrei áður hefur sami knapi hlotið jafnmörg verðlaun á Uppskeruhátíð og nú.
03.11.2010
Það styttist heldur betur í Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður á Broadway n.k. laugardag, 6.nóv.
29.10.2010
Met Sigurbjörns Bárðarsonar á Óðni frá Búðardal hefur verið staðfest, 13.98 sek. í 150m skeiði, sem besti núgildandi
tíminn með rafrænum tímatökubúnaði.
29.10.2010
Nú liggja fyrir tilnefningar til knapaverðlauna sem veitt verða á Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga 6.nóv. 2010. Tilnefndir
eru:
29.10.2010
Það styttist óðum í Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga og munu um 700 manns mæta til borðshalds. Í boði verður
þriggja rétta málsverður og glæsileg dagskrá þar sem Helgi Björns spilar fyrir dansi.
27.10.2010
57. Landsþing Landssamband hestamannafélaga var haldið á Akureyri dagana 22. og 23. október síðastliðinn. Hér má sjá fleiri myndir
frá Landsþingi LH.
26.10.2010
Með því að smella hér má sjá niðurstöður og afgreiðslu
þingskjala frá 57. Landsþingi LH.
25.10.2010
Á Landsþinginu var ákveðið hvar næstu Íslandsmót, yngri flokka og fullorðinna, færu fram. Kjósa þurfti um hvar skyldi halda
Íslandsmótið 2012 þar sem fleiri en eitt hestamannafélag bauðst til þess að halda mótið. Hinsvegar var einungis eitt félag sem
bauðst til að halda Íslandsmótið 2011 og þurfti því ekki að kjósa um það.