25.10.2010
Á 57. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga sem fór fram á Akureyri dagana 22. og 23. október síðastliðin voru eftirfarandi
ályktanir samþykktar af þinginu.
25.10.2010
Á 57. Landsþingi LH sem haldið var síðastliðna helgi var gengið til kosninga á nýrri stjórn sambandsins. Kosningarnar voru mjög spennandi
og eru niðurstöður þeirra að sjá hér.
25.10.2010
Landssamband hestamannafélaga heiðrar reglulega félaga sína fyrir góð störf í þágu hestamennskunnar. Á föstudegi
Landsþings voru fimm félagar heiðraðir, eins og sjá má í frétt hér á heimasíðunni, og á laugardegi var einn
félagi heiðraður þar sem hann átti heimangengt á föstudegi.
22.10.2010
Hér má sjá nokkrar myndir af Landsþingi frá því í dag. Rétt í þessu eru flestar nefndir að ljúka
nefndarstörfum og næst á dagskrá er reiðsýning í TopReiter höllinni í boði Léttismanna.
22.10.2010
Landssamband hestamannafélaga heiðrar reglulega félaga sína fyrir góð störf í þágu hestamennskunnar. Að þessu sinni voru
eftirtaldir aðilar heiðraðir og var það Haraldur Þórarinsson sem veitti þeim gullmerki LH:
22.10.2010
Það var hestamannafélagið Logi sem hlaut Æskulýðsbikar LH árið 2010. Formaður félagsins, Guðrún Magnúsdóttir,
veitti bikarnum viðtöku. Landssamband hestamannafélaga óskar hestamannafélaginu Loga innilega til hamingju með mjög svo verðskuldaða
viðurkenningu.
22.10.2010
57. Landsþing LH stendur nú yfir á Akureyri. Mjög góð mæting er á fundinn. Fjöldi þingfulltrúa er 168 auk þess er fjöldi
áheyrendafulltrúa sem sitja fundinn.
22.10.2010
57. Landsþing Landssambands hestamannafélaga hefst í dag, föstudaginn 22.október, og verður sett kl.14:00. Þingið fer að þessu sinni fram
á Akureyri, í Brekkuskóla, og lýkur á morgun, laugardaginn 23.október.
21.10.2010
Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga verður haldin þann 6.nóvember nk. á Broadway. Miðasala fer fram á Broadway,
Ármúla 9, 108 Reykjavík, s: 533-1100 og á netfanginu: midasala@broadway.is
21.10.2010
Folöld hafa reynst afar móttækileg fyrir sýkingu af völdum Streptococcus zooepidemicus, smitandi hósta, nú í sumar og haust og enn ber nokkuð
á veikindum hjá þessum hópi.