Aðalfundur FT 3.des.

Aðalfundur Félags tamningamanna fer fram föstudaginn 3. desember nk. á Kænunni í Hafnarfirði og hefst kl. 18. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Víkingur Gunnarsson verða með kynningu á nýju BS námi í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum.

Hnakkaveisla í Ástund

Í tilefni af afmæli okkar seljum við allskonar sýnishorn af gæða hnökkum á frábæru verði, allt að 50% afsláttur. Við hvetjum alla til að koma tímanlega því að hér er um takmarkað magn að ræða.

Yfirlýsing vegna sóttvarna

LH, FHB og FT fordæma smygl á notuðum reiðtygjum og óhreinum reiðfatnaði til landsins og harma að enn ríki slíkt skilningsleysi á hættunni sem það hefur í för með sér fyrir heilbrigði hrossastofnsins.

Ólöglegur innflutningur á notuðum reiðtygjum

Notuð reiðtygi og óhreinn reiðfatnaður fundust í gær við tollskoðun á bíl sem var að koma erlendis frá með gámaflutningaskipi. Bíllinn sem er með íslenskt skráningarnúmer var einnig mjög óhreinn og var greinilega að koma beint úr umhverfi hesta.

Ekki mikið um folaldadauða í kjölfar smitandi hósta

Folöld hafa reynst afar móttækileg fyrir þeirri bakteríusýkingu sem veldur smitandi hósta í hrossum, Streptococcus zooepidemicus, og enn ber nokkuð á veikindum hjá þessum hópi.

Fréttir af Uppskeruhátíð Léttis

Þá er góðri Uppskeruhátíð Léttis lokið en hún var haldin í Sjallanum síðastliðinn laugardag. Margir mættu á hátíðina sem var hin besta skemmtun.

Aðventukvöld Kvennadeildar Gusts

Hið árlega aðventukvöld Kvennadeildar Gusts verður haldið fimmtudaginn 25. nóvember nk. kl. 19:30 í veitingasal reiðhallar Gusts við Álalind í Kópavogi.

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum 2011

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2011. Sérstök áhersla verður lögð á öryggismál á ferðamannastöðum, verkefni þar sem heildrænt skipulag og langtímamarkmið eru höfð að leiðarljósi og aðgengi fyrir alla.

Til mótshaldara og annarra

Í smíðum er mótaskrá Landssambands hestamannafélaga fyrir árið 2011. Ef þið hafið áhuga á að koma ykkar mótum, viðburðum og sýningum í skránna sendið þá endilega póst á disa@isi.is.

KOMPUDAGUR í Reiðhöllinni !

Eins manns rusl er annars manns dýrgripur! Kompudagur verður haldinn í Reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 4.des. n.k. frá  kl. 11:00 – 17:00.