05.04.2011
Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna sem hefst með SKRAUTREIÐ POLLA kl.14:00 í Rangárhöllinni v. Hellu 10. apríl.
05.04.2011
Keppnin hélt áfram í uppsveitadeild æskunnar um helgina og var keppt í fimmgangi unglinga og þrígangi barna á laugardaginn 2. apríl.
Keppnin var jöfn og spennandi og stóðu krakkarnir sig með stakri prýði og var einbeitingin mikil.
05.04.2011
Árleg ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður laugardaginn 9. apríl 2011 í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli að
þessu sinni í tengslum við Stóðhestaveislu Hrossaræktar.is.
05.04.2011
Skráning í Opna íþróttamót Mána (WR) verður miðvikudaginn 6 apríl í Mánahöllinni og í síma milli kl 20
og 22. Einnig verður tekið á móti skráningum á netfangið mani@mani.is.
01.04.2011
Eftirvæntingin eykst stöðugt fyrir Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ sem fer fram á morgun, laugardaginn 2.apríl, í
Skautahöllinni í Laugardal.
31.03.2011
Föstudagskvöldið 1.apríl kl 20:00 blása hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu í lúðra og sameinast um að halda
fjölskylduvæna og hressilega sýningu í Reiðhöllinni í Víðidal, þar sem fjölbreytt skemmtun verður í boði og að
sjálfsögðu verður íslenski hesturinn í aðalhlutverki. Gestir munu fá að fylgjast með börnum og unglingum sýna gæðinga
sýna með stolti, ungmenni og fullorðnir sýna bæði klárhross og alhliðahross og að auki fá gestir innsýn í hluta af menntakerfi
hestamanna, nefnilega Knapamerkin.
31.03.2011
Ístöltið „Þeir allra sterkustu“ fer fram á laugardaginn, 2.apríl, í Skautahöllinni í Laugardal og hefst kl.20:00.
KÆNAN býður keppendum og sýnendum uppá kjötsúpu, KÖKUHORNIÐ býður uppá bakkelsi, MUSTAD býður uppá kaffi og
ÖLGERÐIN býður uppá gos.
31.03.2011
Undanfarna daga hefur myndband nokkuð farið eins og eldur í sinu um netheima. Þar má sjá hina fimm ára gömlu Auði Karenu fá
Hólkoti í Eyjafirði ríða stóðhestinum Friðriki X í hvassviðri.
31.03.2011
Stemmingin magnast fyrir Stóðhestaveisluna á Sauðárkróki á föstudagskvöldið. Ræktunarbú ársins mun eiga sína
fulltrúa á sýningunni en þeir kappar Gandálfur frá Selfossi, Gusts- og Álfadísarsonur, og Brimnir frá Ketilsstöðum, undan
Álfasteini frá Selfossi og Vakningu frá Ketilsstöðum, munu gleðja gesti.
31.03.2011
Gleðileikar Léttis verða haldnir laugardaginn 2. apríl í Top Reiter höllinni á Akureyri. Keppt verður í tölti og hefst keppni hefst kl
16.00.