Brotist inn í hesthús á Selfossi

Aðfaranótt 5. apríl var brotist inn í hesthús á Selfossi og þaðan teknir 6 hnakkar ásamt miklu magni af beislum, múlum og öðrum fylgihlutum. 

Skráning á Opna Íþróttamót Mána

Skráning á Opna íþróttamót Mána (WR) verður í kvöld miðvikudag 6 apríl í Mánahöllinni og í síma milli kl 20 og 22. Einnig verður tekið á móti skráningum á netfangið mani@mani.is. Skráningargjald er kr 3.500 á grein.   Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum og flokkum ef næg þátttaka næst en annars verða flokkar sameinaðir. Við skráningu þarf að koma fram kennitala knapa, IS númer hests, keppnisgrein, flokkur og upp á hvora hönd er riðið í hringvallagreinunum.  Þeir sem hringja eða senda póst þurfa að láta kortanúmer og gildistíma korts fylgja. Símar til að hringja í á miðvikudagskvöldið eru:   695-0049 866-0054 861-0012 861-2030 848-6973 869-3530

Fundur hesthúsaeigenda í Víðidal

Fundur hesthúseigenda í Víðidal og Faxabóli í félagsheimili Fáks, nk. fimmtudagskvöld kl. 20:00 (7. apríl).

Kvennatölt Norðurlands

Kvennatölt Norðurlands í boði útflutningsþjónustu Eysteins Leifssonar ehf fer fram laugardaginn 9. apríl kl 20:00 í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki.

Námskeið með Erlingi Ingvarssyni

Þann 9-10. apríl verður námskeið með Erlingi Ingvarssyni í Top Reiter höllinni á Akureyri. Kenndar verða 2x40 mínútur hvorn dag og verða 2 saman í hverjum tíma.

Óstöðvandi sigurganga Halldórs og Nátthrafns!

Þeir komu, sáu og sigruðu þriðja árið í röð á Ístölti „Þeir allra sterkustu“ sem haldið var í Skautahöllinni í Laugardal síðastliðinn laugardag. Hreint ótrúlegur árangur hjá þeim félögum Halldóri Guðjónssyni og Nátthrafni frá Dallandi!

Fræðslunámskeið um kynbótadóma

Kynbótanefnd Sörla stendur fyrir fræðslunámskeiði um byggingardóma og sýningu hrossa í byggingardómi 9. og 10. apríl. Aðaláherslan verður lögð á að læra að þekkja kosti og galla í byggingu og uppstillingu í dómi.

Úrslit skeiðmóts Meistaradeildar

Meistaradeild VÍS fór fram á sunnudaginn 3.apríl á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Keppt var í 150m skeiði og Gæðingaskeiði. Meðfylgjandi eru niðurstöður mótsins.

Smekkfullt á góðri Stóðhestaveislu á Króknum

Stóðhestaveislan á Sauðárkróki tókst vel og komust færri að en vildu. Smekkfullt var á pöllunum og stemmingin góð enda húsið fullt af skemmtilegu fólki.

Líflandsmót æskulýðsdeildar Fáks

Líflandsmót æskulýðsdeildar Fáks verður haldið 16.apríl næstkomandi. Mótið er eitt stærsta íþróttamótið innanhúss á hverju ári og er keppt í barna-, unglinga- og ungmennaflokkum í tölti, fjórgangi og fimmgangi.