Fáksfréttir

Með hækkandi sól fer viðburðadagatal hestamanna að þéttast og viljum við minna ykkur á nokkra spennandi viðburði í okkar félagi á næstunni.

Skráningarfrestur framlengdur til miðnættis

Vegna Sambandsleysi við gagnagrunn Bændasamtakanna í gærkvöldi og í morgun var skráningarfrestur framlengdur. Opið er fyrir skráningu til miðnættis 13.04 í Kvennatölt Gusts sem haldið verður laugardaginn 16. apríl nk.

15.apríl verður lesið úr félagatölum hestamannafélaganna - FELIX

Landssamband hestamannafélaga minnir hestamannafélögin á að þann 15.apríl nk. verður lesið úr félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, sem heitir FELIX, félagatal hvers hestamannafélags.

Loka skráningardagur í Kvennatölt Gusts

Opið er fyrir skráningu til miðnættis 12.04 í Kvennatölt Gusts sem haldið verður laugardaginn 16. apríl nk. Keppt verður að venju í fjórum flokkum, byrjendaflokki, minna vanar, meira vanar og í opnum flokki.

Úrslit frá Nýhestamóti Sörla

Nýhestamót Sörla var haldið mánudaginn 11 apríl í fínu veðri, skráning var góð og hestakostur góður. Úrslit voru eftirfarandi:

Líflandsmót Fáks

Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks verður haldið á laugardaginn kemur, þann 16.apríl í Reiðhöllinni. Skráning á mótið er í kvöld, mánudaginn 11.apríl, milli kl. 18 og 20 í Reiöhöllinni en einnig er tekið við skráningum í símum 567 0100 og 567 2166, gegn greiðslu með kreditkorti, á sama tíma.

Landsbankamót Sörla

3. Landsbankamótið (þrígangur) og það síðasta í vetrarmótaröð Sörla verður haldið um helgina á Sörlastöðum. Mjög vinsælt og skemmtilegt mót og gaman að keppa og horfa á.

Úrslit úr slaktaumatölti og fljúgandi skeiði Meistaradeildarinnar

Síðasta keppnin í Meistaradeildinni fór fram í gærkvöldi, fimmtudaginn 7.apríl. Þá var keppt í slaktaumatölti og fljúgandi skeiði. Hér má sjá niðurstöður úr forkeppni og úrslitum.

Sigurður Sigurðarson sigurvegari Meistaradeildar

Sigurður Sigurðarson er sigurvegari Meistaradeildarinnar árið 2011. Hann stóð efstur með 58 stig en á hæla hans kom Sigurbjörn Bárðarson með 56,5 stig. Þeir voru báðir í liði Lýsis og unnu því liðakeppnina með 345,5 stigum en næst kom lið Árbakka/Norður-Götur með 312,5 stigum.

Folatollar til styrktar íslenska landsliðinu

Stóðhestaeigendur og velunnarar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum hafa gefið eftirfarandi folatolla til styrktar landsliðsins. Folatollana er hægt að kaupa af Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga, upplýsingar gefur Eysteinn Leifsson s: 896-5777.