Kynbótasýningu aflýst

Kynbótasýningin sem vera átti á Sörlastöðum í Hafnarfirði hefur verður aflýst þar sem skráningar urðu ekki nema 10. Minnum á að næsta sýning verður á Selfossi  vikuna 9. til 13. maí.

Stórsýning Fáks á laugardagskvöld

Stórsýning Fáks fer fram í reiðhöllinni í Víðidal á laugardaginn kemur 30. apríl. Sýningin hefst kl. 21 og er miðaverð kr. 2.000, frítt fyrir 12 ára og yngri.

Kynbótaferð Sörla

Kynbótaferð Sörla verður farin á laugardaginn kemur, þann 30. apríl. Dagskrá er eftirfarandi:

Fjöldi fulltrúa á Landsmót 2011

15.apríl síðastliðinn var lesið úr félagatali hestamannafélaganna fjölda félagsmanna í hverju félagi fyrir sig. Út frá þeim tölum er reiknaður fjöldi fulltrúa sem hverju félagi er heimilt að senda á Landsmót 2011.

Þjálfun ásetu, stjórnunar og andlegs undirbúnings knapa fyrir keppni

Alþjóðleg menntaráðstefna FEIF verður haldin á Hólum 25.-26.ágúst 2011. Námskeiðið er opið fyrir hestafræðinga, tamningamenn og þjálfara á 1.-3. stigi Matrixunnar og alþjóðlega dómara FEIF.

Jór! Hestar í íslenskri myndlist

Jór! Hestar í íslenskri myndlist. Myndlistasýning sem fer fram á Kjarvalsstöðum frá 7. maí - 21. ágúst 2011.

Fyrsta kynbótasýningin á Suðurlandi

Núna  í dag 26. apríl og á morgun 27. apríl er verið að taka við skráningum á fyrstu kynbótasýninguna á Suðurlandi en hún verður í næstu viku á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Tekið er við skráningum í síma 480-1800.

Úrslit frá mótaröð Freyfaxa

Hér má sjá úrslit frá mótaröð Freyfaxa. Stjórn Freyfaxa þakkar öllum fyrir þátttöku og þeim sem tóku þátt í undirbúningi við mótahald og starfsmönnum sem gerðu okkur kleift að halda þessi mót.

Reykjavíkurmeistaramót - skráning hafin

Skráning á Reykjavíkurmeistaramótið er hafin á netfanginu fakur@fakur.is og verður hægt að senda skráningar til miðnættis annaðkvöld 26.apríl.

Uppfærður listi yfir virka gæðingadómara

Uppfærður hefur verið listi yfir virka gæðingadómara árið 2011 sem einnig eru skuldlausir við Gæðingadómarafélag Landssambands hestamannafélaga.