26.04.2010
Opna ALP/GÁK töltmótið fór fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í gær. Þar var keppt í yngri flokkum og var
þátttaka ágæt, en fjöldi fólks fylgdist með keppninni um leið og það fékk sér kaffi og meðlæti hjá Kvennadeild
Gusts á efri hæðinni.
Úrslitin urðu eftirfarandi:
26.04.2010
Erilsamt hefur verið hjá hjónunum Sigurði V. Matthíassyni og Eddu Rún Ragnarsdóttur í allan vetur, svo vægt sé til orða tekið,
enda þjálfa þau stíft fyrir kynbótasýningarnar sem framundan eru og úrtöku fyrir Landsmótið. Gestagangur er einnig mikill
því söluhrossin eru ófá sem renna í gegnum hesthúsið þeirra í Víðidalnum, auk þess sem kennslan tekur drjúgan
tíma. Spennandi hestar eru í húsinu.
21.04.2010
Þann 13. apríl síðastliðinn kom út ný útgáfa af Kappa og GagnaKappa, sem hægt er að nálgast á heimasíðu LH,
www.lhhestar.is. Frá þeim degi var eldri útgáfa Kappa ónothæf og því er mikilvægt að allir notendur uppfæri
hugbúnaðinn. Á næstu dögum og vikum verður Tölvunefnd LH með námskeið um notkun á Kappa. Mælt er eindregið með
því að hvert félag sendi sinn fulltrúa á námskeiðið.
21.04.2010
Reykjavíkurm.mótið verður haldið dagana 5.-9.maí og er World Ranking mót. Skráning fer fram í gegnum netið dagana 20.-27.apríl og
má nálgast tengilinn inn á www.fakur.is (einungis hægt að skrá þar gegn kortanúmeri). Einnig verður tekið á móti
skráningum í andyri reiðhallarinnar þann 27.apríl kl.20-22 og í gegnum síma á sama tíma (nánari upplýsingar
síðar).
21.04.2010
Norðurlandmót í hestaíþróttum verður haldið dagana 4. – 8. ágúst í Ypäjä í Finnlandi. Í
Ypäjä eru aðstæður góðar og keppnisvæðið mjög skemmtilegt. Páll Bragi Hólmarsson verður liðsstjóri landsliðsins
og sér hann einnig alfarið um að velja keppendur í landsliðshópinn.
20.04.2010
Hér má nálgast uppfærðar FIPO reglur fyrir íþróttakeppni á ensku.
1.apríl ár hvert eru FIPO reglurnar uppfærðar og gefnar út á heimasíðu FEIF, www.feif.org.
20.04.2010
Á stjórnarfundi Meistaradeildar VÍS í dag var tekin sú ákvörðun að fresta Lokamóti Meistaradeildar VÍS. Stefnt er á að
halda mótið eftir fjórar vikur og gæti þá mótið orðið á öðrum vikudegi en fimmtudegi.
20.04.2010
Óhætt er að segja að Stórsýningin Fákar og fjör hafi staðið undir væntingum. Þrátt fyrir afföll vegna hósta og
eldgoss var þetta hin besta skemmtun. Við Léttismenn þurfum ekki að kvíða framtíðinni þar sem Léttiskrakkarnir undir stjórn Linu
Eriksson sýndu mjög skemmtilega sýningu og voru vel ríðandi. Bæði atriði Léttiskrakkanna tókst vel. Skemmtilegt var að sjá
Ólaf Svansson og hans fjölskyldu sem og Baldvin Ara og Ágústu dóttur hans. Kátir voru þeir nú Léttis-karlar í skrautreið
sinni og lukkaðist hún vel og er gaman að sjá hve mörg „heima“ atriði voru í sýningunni.
19.04.2010
Opna íþróttamóti Mána og TM hefur verið frestað vegna kvefpestar sem gengur nú yfir hrossin á Mánagrund og víðar.
Mótinu er frestað um óákveðin tíma. Er þetta gert samkvæmt ráðleggingu frá dýralækni.
19.04.2010
Páll Bragi Hólmarsson, hrossaræktandi og tamningamaður í Austurkoti, hefur verið ráðinn liðstjóri íslenska landsliðsins í
hestaíþróttum fyrir Norðurlandamót. Norðurlandamótið verður haldið í YPÄJÄ í FINNLANDI dagana 4.-8.ágúst
2010. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðunni www.nc2010.fi