SÝNIKENNSLA

Á fimmtudaginn nk. 21. febrúar kl. 19:30 ætlar fræðslunefndin að standa fyrir sýnikennslu á aðferð við þjálfun á hestum og mönnum í Reiðhöll Mána. Í ár ætla hjónin Snorri Dal og Anna Björk Ólafsdóttir og dætur að heiðra okkur með nærveru sinni, en þau reka tamninga- og þjálfunarstöð í Hafnarfirði

Skrifstofa LH lokuð

Skrifstofa LH verður lokuð eftir kl. 12:30 dagana 20., 21. og 22. febrúar. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Opna Tryggingarvaktarmót Harðar

Opna Tryggingarvaktarmót Harðar ( 1. Vetrarmót ) verður haldið í reiðhöll Harðar næstkomandi laugardag kl 12.00. Mótið verður með hefðbundnu sniði nema að byrjað verður á kvennaflokkum þar sem árshátið Harðar er um kvöldið.

Frábær dagur á Kjóavöllum - úrslit 1. vetrarleika

Fyrsta mót hins sameinaða hestamannafélags á Kjóavöllum fór fram í dag en þá var keppt á 1. vetrarleikum ársins. Keppt var á nýjum hringvelli, sem er hluti af nýju keppnissvæði sem stefnir í að verði eitt það alglæsilegasta á landinu.

Fræðslufundur landsliðsnefndar

Þriðjudaginn 19. febrúar verður haldinn fræðslufundur á vegum landsliðsnefndar LH. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum hestamönnum um neðantalin málefni.

Gæðingadómarar athugið

DVD diskur vegna upprifjunar gæðingadómara 2013 hefur nú verið sendur út. Þeir dóamarar sem enn hafa ekki fengið diskinn sendan heim, eru beðnir um að hafa samband við Oddrúnu Ýr í fræðslunefnd GDLH sem allra fyrst.

Trec-mót í Sörla

Trec-mót verður haldið laugardaginn 16. febrúar nk. í Sörlahöllinni. Mótið hefst kl. 14.00. Þetta er opið mót fyrir alla, unga sem aldna. Enginn skráningargjöld - aðgangur ókeypis.

Meistaradeildin í kvöld - ráslisti

Annað mót Meistaradeildarinnar verður haldið í kvöld, 14. febrúar í Ölfushöllinni. Keppni kvöldsins er gæðingafimi og munu gestir fá að sjá marga góða gæðinga sýna listir sínar í höllinni í kvöld.

Fyrstu vetrarleikar á Kjóavöllum

Fyrstu vetrarleikar ársins hjá nýju sameinuðu hestamannafélagi á Kjóavöllum fara fram nk. laugardag, 16. febrúar. Kl. 13 hefst keppni í reiðhöllinni (Andvaramegin) á pollaflokki og barnaflokki og kl. 14 hefst svo keppni í öðrum flokkum.

Folaldasýning Harðar

Hestamannafélagið Hörður stendur fyrir folaldasýningu föstudaginn 22. febrúar kl 19:00 í reiðhöll Harðar. Skráningar skal senda á netfangið hordur1234@gmail.com fyrir hádegi 21. febrúar. Skráning þarf að innihalda nafn folalds, litur, IS númer ef það er til staðar og foreldrar. Skráningargjald kr 2.000 greiðist á staðnum.