Til allra hestaíþróttadómara

Fyrra endurmenntunarnámskeið HÍDÍ verður n.k. miðvikudag 13. febrúar kl.17:00-22:00 í Reiðhöllinni Víðidal. Síðasti skráningardagur fyrir það námskeið er þriðjudaginn 12. febrúar.

Vetrarmót Mána

Nú er komið að því að fyrsta mótið okkar á þessu herrans ári verði haldið en það er náttúrulega okkar frááábæra vetrarmót. Nú er um að gera að draga fram spariskóna og vera með í þessu skemmtilega móti.

Hádegisfundur ÍSÍ og HÍ

Afreksíþróttir barna og unglinga- hvað ræður, efniviður eða líkamlegur þroski? Mánudaginn 18. febrúar munu ÍSÍ og Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal og hefst fundurinn kl.12:10.

Námskeið hjá Rúnu og Olil um helgina

Um næstu helgi, 16. - 17. febrúar, verða reiðkennararnir Rúna Einarsdóttir og Olil Amble með námskeið fyrir þau ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM í vor. Námskeiðið fer fram í reiðhöll Eldhesta í Ölfusinu.

Sýnikennsla með Antoni Páli

Anton Páll Níelsson - Taumsambandið og almenn taumþjálfun! Anton Páll verður með sýnikennslu á Sörlastöðum næsta miðvikudag, 13. febrúar, kl 20:00.

Kvennatöltið endurvakið

Hið eina sanna Kvennatölt verður endurvakið í ár og í þetta skiptið fer mótið fram í reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 13. apríl nk.

Karlatölt Harðar - framlengdur skráningarfrestur

Vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að framlengja skráningu á karlatölti Harðar til kl 17 í dag, mótið verður haldið á morgun laugardag 9.febrúar kl 14:00.

Umsóknir um dómara

Á síðasta landsþingi LH var samþykkt að mótshaldarar skuli sækja um dómara á mót sín beint til dómarafélaganna. Hestaíþróttadómarafélag Íslands hefur nú sett upp sérstaka umsóknarsíðu á sinn vef og þar fylla mótshaldarar út viðeigandi form og senda inn.

Námskeið á vegum Léttis veturinn 2012-2013

Það er markmið fræðslunefndar að bjóða upp á fjölbreytt úrval reiðnámskeiða þannig að allir finni sér eitthvað við hæfi. Félagsmenn Léttis hafa forgang ef fleiri umsóknir berast en hægt er að anna en ef áhugi reynist lítill falla námskeiðin niður. Upplýsingar um kostnað og skipulag námskeiðanna verða auglýstar nánar síðar.

Aðalfundur hestamannafélagsins Kjóavöllum

Aðalfundur Hestamannafélagsins Kjóavöllum verður haldinn 14.02.2013 kl. 20.00 í veislusal reiðhallarinnar í Glaðheimum.