Æskan og hesturinn 2018 í Léttishöllinni

Æskan og hesturinn verður haldið í Léttishöllinni á Akureyri, sunnudaginn 6. maí kl. 13:00

Sportfengsnámskeið

LH mun standa fyrir Sportfengsnámskeiði mánudaginn kemur, þann 7. maí n.k. á Akureyri. Mótshaldarar, ritarar, tölvufólk og dómarar eru hvattir til að mæta og kynnast nýja kerfinu.

Lokað til 13 í dag

Í dag fimmtudaginn 3. maí verður skrifstofa LH lokuð vegna námskeiðs starfsmanna. Við minnum á lh@lhhestar.is netfangið okkar.

Æskulýðssýning Geysis 1.maí

1. maí kl 11:00 ætla pollar, börn, unglingar og ungmenni að sýna afrakstur vetrarstarfsins sem hefur verið í gangi á starfssvæði Geysis.

Kynningarkvöld GDLH

Gæðingadómarafélag Íslands heldur kynningarkvöld um landið þar sem farið verður yfir gæðingakeppnina, áherslur og ýmsilegt sem gott er fyrir alla að kynna sér hvort um sé að ræða keppendur, mótshaldara eða hinn almenna hestamann.

Skráning er hafin í Bellutöltið

Skráning er hafin í skemmtilegasta mót ársins ;) Bellutölt.

Skráning á Reykjavíkurmeistaramót

Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram dagana 8. - 13. maí í Víðidalnum. Skráning á mótið hefst þann 25. apríl fyrir Fáksfélaga og 27. apríl fyrir aðra keppendur. Skránigarfresti lýkur á miðnætti 28. apríl.

Skrúðreið í miðbæ Reykjavíkur

Skrúðreið hestamanna verður á laugardaginn kemur, þann 28. apríl kl. 12:30 í miðbæ Reykjavíkur. Skrúðreiðin vekur gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni og er mikil lyftistöng fyrir mannlífið þar.

Styrktarmót fyrir Róbert Veigar

Eins og margir vita á einn af góðum félagsmönnum Sörla, Róbert Veigar Ketel, við erfið veikindi að stríða, og til að styðja við bakið á honum og fjölskyldu hans verður haldið styrktarmót þann 2. maí á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Áætlað er að mótið hefjist kl. 18:00.

Ylfa Guðrún sigurvegari Meistaradeildar Líflands og æskunnar 2018

Meistaradeild Líflands og æskunnar lauk með glæsibrag síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem keppt var í gæðingafimi og flugskeiði í boði Límtré-Vírnets í TM-Reiðhöllinni í Fáki.