27.02.2018
Annað mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram í Samskipahöllinni í Spretti næstkomandi sunnudag, 4. mars. Keppt verður í tölti í boði Equsana og hefst forkeppni kl. 17:00. Síðasta mót var afar skemmtilegt og er spennan orðin mikil fyrir töltinu. Aðgangur er ókeypis og hvetjum við alla til að mæta!
23.02.2018
LH stendur fyrir námskeiði í fundarsköpum með Valdimari Leó Friðriksyni sunnudaginn 25.febrúar kl. 15:00 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Markmiðið er að veita stjórnarmönnum og nefndum hestamannafélaga tækifæri til að fræðast um hvernig hægt er að gera fundi markvissari og jafnvel styttri með góðri fundarstjórn.
21.02.2018
Eftir firnasterka keppni í tölti í Suðurlandsdeildinni var það öflugt lið Heimahaga sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins en liðsmenn Heimahaga lentu í 1. og 3. sæti í flokki atvinnumanna og 6., og 10. í flokki áhugamanna.
21.02.2018
Ákveðið hefur verið vegna slæmrar veðurspár að fresta fyrsta móti Meistaradeildar KS, gæðingafimi sem fara átti fram á morgun, miðvikudaginn 21.febrúar. Ákvörðun verður tekin fljótlega um nýja dagsetningu.
19.02.2018
Þriðjudaginn 20. febrúar verður skrifstofa LH lokuð til kl. 13:00 vegna námskeiðsbrölts starfsmanna. Við vonum að þetta komi ekki að sök og minnum á lh@lhhestar.is.
19.02.2018
Meistaradeild Líflands og æskunnar hófst í gær með sannkallaðri flugeldasýningu. Hrímnis fjórgangurinn fór fram í TM Reiðhöllinni í Víðidal og má segja að metnaður og prúðmennska hafi einkennt keppnina. Það var virkilega skemmtilegt að sjá uppáklædda knapana sýna sitt prógram á skínandi fínum og pússuðum hestum.
15.02.2018
Keppni í slaktaumatölti í Meistaradeild Cintamani hefst í kvöld kl. 19:00 í Samskipahöllinni í Spretti. Húsið opnar kl 17:00 en boðið verður upp á reykta hunangsskinku með brúnuðum kartöflum, hrásalati og rjómalagaðri sósu. Við hvetjum því alla til að mæta snemma í höllina!
15.02.2018
Fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram í TM reiðhöllinni í Fáki næstkomandi sunnudag, þann 18. febrúar. Keppt verður í fjórgangi og er keppnin í boði Hrímnis. 48 knapar eru skráðir til leiks og verður afar spennandi að fylgjast með þeim etja kappi.
14.02.2018
Næst á dagskrá í Meistaradeild Cintamani er keppni í slaktaumatölti en það er Þórarinn Ragnarsson og Rosi frá Litlu-Brekku sem ríða á vaðið. Margir sterkir hestar eru skráðir til leiks þ.á.m. sigurvegarar fjórgangsins Jakob S. Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey en þau urðu einnig íslandsmeistarar í greininni síðasta sumar.
09.02.2018
Hin stórkostlega og rótgróna Léttis mótaröð (gamla KEA) hefst þann 16. febrúar 2018. Hér erum við að tala um opna einstaklingskeppni fyrir reynslumeiri knapa til að sýna sig og sanna þar sem stigasöfnun kemur til með að ráða úrslitum í lok deildarinnar.