15.03.2018
Stjórn og fræðslunefnd gæðingadómarafélagsins hafa ákveðið að bjóða upp á ný- og landsdómarapróf í gæðingakeppni. Bóklegi hlutinn mun fara fram á Blönduósi helgina 14.-15. apríl.
14.03.2018
Allra sterkustu töltarar landsins mætast laugardaginn 31.mars í Samskipahöllinni Spretti. Peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, 1.sæti 300.000kr, 2.sæti 200.000kr, 3.sæti 100.000kr
14.03.2018
Keppt verður í gæðingafimi á fimmtudaginn en keppni hefst kl. 19:00 í TM höllinni í Víðidal í Reykjavík. Sigurbjörn Bárðarson og Nagli frá Flagbjarnarholti eru fyrstir í braut en á eftir þeim kemur svokallaður villiköttur en hann er í liði Gangmyllunnar.
13.03.2018
Næsta mót Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum fer fram á fimmtudaginn en þá verður keppt í gæðingafimi. Mótið fer fram í TM höllinni í Fáki í Víðidal en hefst keppni kl. 19:00. Húsið opnar kl. 17:00 og verður boðið upp á gúllas súpu, brauð og pestó fyrir keppnina.
09.03.2018
Það var frábært kvöld í Samskipahöllinni í Spretti í gær þegar keppt var í Víkings slaktaumatölti og Zo-on fljúgjandi skeiði. Spennan var mikil enda mörg stig í pottinum.
08.03.2018
Equsanadeildin 2018 - Ráslistar Víkings-slaktaumatölt og Zo-on Fljúgandi skeið. Fimmtudagurinn 8 mars er dagurinn sem allir þurfa að taka frá og skella sér í Samskipahöllina í Spretti þar sem ein mest spennandi keppni vetrarins fer fram.
07.03.2018
Mánudaginn 12.mars kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal (C-sal) verður haldið langþráð námskeið vegna nýja SportFeng. Við hvetjum alla sem koma að mótahaldi, starfsfólk í dómpalli og ritara dómara til að koma og setja sig inn í nýja kerfið. Saðfesta þarf þátttöku á link í fréttinni.
05.03.2018
Annað mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Equsana tölt, var haldið í gærkvöldi í Samskipahöllinni í Spretti. Mótið gekk mjög vel fyrir sig, knapar voru stundvísir og létu ekki bíða eftir sér frekar en fyrri daginn. 46 knapar öttu kappi en keppnin var hörð og spennandi.
02.03.2018
Hér er ráslisti fyrir Equsana töltið í Meistaradeild Líflands og æskunnar sem verður næstkomandi sunnudag kl 17:00 í Samskipahöllinni í Spretti.
Frítt inn og allir velkomnir!
28.02.2018
FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. Ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Hér fyrir neðan eru upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir þá sem vilja sækja um.