NM2018 í Svíþjóð - opið fyrir umsóknir til 1.maí

Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið á Margaretehof í Kristianstad í Svíþjóð dagana 7.-12. ágúst 2018. Þeir sem hafa áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd á mótinu í sumar þurfa að fylla út eftirfarandi umsóknareyðublað fyrir 1.maí 2018.

Lokakvöld Meistaradeildar Cintamani

Lokakvöld Meistaradeilar Cintamani í hestaíþróttum fer fram á morgun, föstudag, en keppt verður í tölti og flugskeiði. Keppni hefst á slaginu 19:00 í TM Höllinni í Víðidal en keppni hefst á forkeppni í tölti.

Slaktaumatölt í boði Hraunhamars

Fjórða mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram í TM Reiðhöllinni í Fáki næstkomandi sunnudag, 8. apríl. Keppt verður í slaktaumatölti í boði Hraunhamars og hefst forkeppni kl. 14:00.

Aðeins má keppa fyrir eitt félag

Af gefnu tilefni vilja keppnis- og laganefnd LH koma því á framfæri við mótshaldara og keppendur á hinum ýmsu mótum félaga innan LH, að keppandi má aðeins keppa fyrir eitt félag á hverju keppnistímabili. Sjá nánar í grein 3.3.3. í Lögum og reglum LH.

Hulda og Draupnir frá Brautarholti sigruðu Allra sterkustu

Síðastliðinn laugardag fór fram styrktarmót íslenska landsliðsins í hestaíþróttum "Þeir allra sterkustu" í Samskipahöllinni Spretti í Kópavogi. Margt var um manninn og frábær stemning. Hestakosturinn var góður og ótrúlega jafn en það enduðu tíu hestar í úrslitum.

SKRÁNING HAFIN Á KVENNATÖLTIÐ

Skráning á hið eina sanna Kvennatölt Spretts er hafin og stendur yfir til miðnættis 7. apríl nk. Mótið sem er í boði Mercedes-Benz að þessu sinni verður veglegt sem fyrr og boðið er upp á keppni í fjórum flokkum:

Liðsstjóri óskast á FEIF Youth Cup

FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Ísland fær að senda 8 fulltrúa á mótið, auk fararstjóra.

Tilkynning frá landsliðsnefnd!

Vegna mistaka mun Jakob Svavar Sigurðsson ekki mæta með Júlíu frá Hamarsey heldur Konsert frá Hofi á Allra sterkustu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Ráslisti á Allra sterkustu

Nú er rásröðin ljós fyrir Allra sterkustu og spennan magnast.

Allra sterkasta happdrættið!

Tíu folatollar, Eques Black hnakkur frá Líflandi, ferðavinningur frá VITA sport og járningasett frá Ásbirni Ólafssyni eru aðalvinningar í happdrættinu í tengslum við Allra sterkustu á laugardaginn.