Uppboð á tolli og málverki á Allra sterkustu

Það er heldur betur að hitna í kolunum fyrir Allra sterkustu á laugardagskvöldið! Ræktendur Arions frá Eystra-Fróðholti, þau Ársæll Jónsson og fjölskylda, hafa gefið landsliðinu folatoll undir hestinn! Tollurinn verður boðinn upp og fær hæstbjóðandi toll undir þennan magnaða ræktunargrip.

Jakob kemur á stórstjörnunni Júlíu frá Hamarsey

Nú eru línur heldur betur að skýrast varðandi ráslista ”Allra sterkustu” á laugardaginn. Jakob Svavar mun koma með gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey. Júlía er fædd 2009, undan Auði frá Lundum II og Hviðu frá Ingólfshvoli og er í eigu Hrossaræktarbúsins Hamarseyjar.

Ómur frá Kvistum á Allra sterkustu

Ásamt feikna spennandi töltkeppni þá mun hinn farsæli Ómur frá Kvistum koma fram og gleðja augu áhorfenda.

Lokahátíð Equsana deildarinnar

Lokahátíð Áhugamannadeildar Spretts – Equsana deildin 2018 – var haldin síðastliðinn föstudag. Gestir voru keppendur, þjálfarar, starfsmenn deildarinnar ásamt styrktaraðilum og öðrum boðsgestum. Á hátíðinni var frábærri mótaröð fagnað og ljóst er að fjórða keppnisár deildarinnar heppnaðist afburðavel.

Hlaðið í vígalegt töltmót

Landsliðsnefnd LH er að hlaða í vígalegt töltmót um páskahelgina. Heimsmeisturum, Íslandsmeisturum og Landsmótssigurvegurum er boðin þátttaka og auk þess eru aðrir knapar með súpertöltara velkomnir að slást í leikinn.

Aasa sigraði töltið á Skorra

Lokamótið í Áhugamannadeild Spretts, Equsana deildinni 2018, fór fram í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Stemningin var mikil og keppnin gífurlega hörð sem sést í úrslitatölunum þar sem tvö pör voru jöfn í 2-3 sæti og í 4-5 sæti.

Íslandsmótslágmörk 2018

Samkvæmt lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót. Það er parið, hesturinn og knapinn sem ná þurfa eftirfarandi lágmörkum. Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar. Einkunnir sem nást í T3, V2, F2, T4 duga til þátttöku á Íslandsmóti.

Thelma Dögg og Laxnes sigruðu

Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Toyota Selfossi fimmgangurinn, var haldið í gær í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið var afar skemmtilegt og var virkilega gaman að sjá knapana taka hesta sína til kostanna en nokkrir knapar voru að stíga sín fyrstu skref í fimmgangi.

Top Reiter tölt í Equsana deildinni

Lokamótið í Equsanadeildinni fer fram fimmtudaginn 22. mars þegar keppt verður í tölti í Samskipahöllinni. Það er Top Reiter sem er styrktaraðili töltsins.

Toyota fimmgangur Meistaradeildar Líflands og æskunnar

Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar fer fram í TM-Reiðhöllinni í Fáki næstkomandi sunnudag, 18. mars. Keppt verður í fimmgangi í boði Toyota Selfossi og hefst forkeppni kl. 14:00. Mótaröðin er orðin ansi spennandi en eftir tvær greinar þá er staðan þessi: