FEIF Youth Camp 2017

FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. – 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Mikill fjöldi gesta og áhugi á samstarfi á alþjóðavettvangi

Íslandsstofa stýrði þátttöku Horses of Iceland í Equitana sýningunni í Essen í Þýskalandi sem stóð yfir dagana 18.-26. mars.

Ylfa og Hákon sigurvegarar kvöldsins

Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar var haldið í gær sunnudag. Það var Límtré Vírnet sem styrkti þetta mót og hlutu knapar glæsileg verðlaun og að auki fengu knapar í A- og B-úrslitum og fimm efstu í skeiðinu, 1 bretti af spónaböllum, sem vitaskuld kætti foreldrana gríðarlega!

Meistaradeild Líflands og æskunnar á sunnudaginn

Það er komið að Límtré Vírnet mótinu í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Þetta eru mjög tæknilegar greinar og að sjálfsögðu hraði og spenna í skeiðinu. Mótið er það þriðja í röðinni og verður sem fyrr haldið í reiðhöllinni í Víðidal.

Æskulýðsnefnd LH á Selfossi

Fundaferð Æskulýðsnefndar LH heldur áfram og á laugardaginn var fudur á Suðurlandi og Sleipnir á Selfossi bauð heim. Fulltrúar fjögurra hestamannafélaga mættu og voru umræðurnar skemmtilegar og fróðlegt var að heyra um hvað æskulýðsstarfið snýst á hverjum stað fyrir sig.

Framtíðarfyrirkomulag HEÞ

Boðað er til fundar til að ræða um framtíðarfyrirkomulag HEÞ, Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga. Sigríkur Jónsson formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands mætir á fundinn og segir frá starfsemi sinna samtaka en þau byggja á einstaklingsaðild en eru ekki samtök aðildarfélaga eins og HEÞ.

Fundur Landsliðsnefndar LH - Heimir Hallgrímsson fyrirlesari

Áhugasamur Afrekshópur LH

Fyrsta námskeið afrekshópsins í ár var haldið í Hestheimum dagana 18.-19. febrúar sl. 21 nemandi er í hópnum og var gott andrúmsloft og mikill áhugi hjá þeim að læra og bæta sig og sinn hest.

Æskulýðsnefnd LH fundar á Selfossi

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga heldur um þessar mundir í fundarferð um landið. Laugardaginn 11.mars næstkomandi verður fundur fyrir félögin á Suðurlandi og verður hann haldinn í Hlíðskjálf á Selfossi í boði hestamannafélagsins Sleipnis kl.11.

Fimmgangur í Gluggar & gler deildinni - ráslisti

Næsta mót í röðinni er keppni í Top Reiter fimmgangi í Gluggar og Glerdeildinni fimmtudaginn 2.mars. Allir að mæta í Sprettshöllina, keppni hefst kl 19:00!