15.10.2016
60. landsþingi hestamanna í Stykkishólmi lauk seinni partinn í dag samkvæmt dagskrá. Þingið fór mjög vel fram, var vel skipulagt og stjórnun þess í örugg höndum þeirra Valdimars Leós Friðrikssonar og Grétars D Pálssonar.
14.10.2016
60. landsþing Landssambands hestamannfélaga er hafið í Stykkishólmi. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra heiðraði samkomuna og flutti setningarávarp.
05.10.2016
Valnefnd sem vinnur að tilnefningum til verðlauna á uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember n.k., óskar eftir tölulegum upplýsingum um árangur hrossa frá hrossaræktarbúum sem sýnt hafa frábæran árangur á keppnisvellinum árið 2016, bæði hérlendis og erlendis.
30.09.2016
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin laugardaginn 5.nóv. í Gullhömrum Grafarvogi. Sem fyrr er hátíðin haldin af Landssambandi hestamannafélaga og Félagi Hrossabænda.
19.09.2016
Minnum á að skila þarf inn kjörbréfum fyrir 60.landsþing LH á morgun, þriðjudaginn 20.sept. Formenn og framkvæmdastjórar hestamannafélaga hafa áður fengið sendar upplýsingar um þessi skil.
18.09.2016
Tillögur stjórnar LH má finna hér á vefnum undir "Um LH" og þar undir "Landsþing 2016". Það er einnig að finna allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir þingfulltrúa.
12.09.2016
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
12.09.2016
Fatnaður, hestavörur, gæludýravörur og rekstrarvörur bænda í úrvali. Lífland er núna á fimm stöðum:
19.08.2016
Íslenska landsliðið stóð sig vel á Norðurlandamóti í hestaíþróttum sem haldið var í Biri, Noregi í síðustu viku. Liðið hlaut 3 gullverðlaun, 9 silfurverðlaun og 4 bronsverðlaun.
11.08.2016
Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli voru rétt í þessu að næla í fyrsta gull okkar íslendinga á NM2016.