30.03.2016
Helgin 22-23 apríl verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum. Á föstudag kl. 14:00 verður Hólaskóli með sýnikennslu, frítt inn.
27.03.2016
Glæsilegri töltveislu þeirra allra sterkustu er nú lokið þar með Árni Björn og Skíma frá Kvistum tóku fyrsta sætið. Kvöldið heppnaðist einstaklega vel og þakkar Landsliðsnefd LH öllum þeim sem eyddu kvöldinu með okkur og styrktu gott málefni.
25.03.2016
Dagskráin á "Þeim allra sterkustu" laugardagskvöldið 26. mars verður glæsileg. Margir af landsins bestu tölturum keppa sín á milli, veglegt happdrætti er í gangi og dregið verður í lok kvölds.
25.03.2016
Á morgun laugardag er komið að töltveislunni "Þeir allra sterkustu". Hér má sjá ráslista mótsins.
22.03.2016
Stóðhestaveltan á "Þeim allra sterkustu" á laugardaginn er algjör snilld. Þú greiðir 25.000 krónur, dregur umslag og sérð þá undir hvaða gullna gæðing þú hefur fengið toll! Spennandi, dramatískt og allir vinna!
18.03.2016
Samfélag íslenska hestsins hefur tekið höndum saman um markaðsverkefni til að auka verðmætasköpun sem byggir á íslenska hestinum, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki, Horses of Iceland.
16.03.2016
Nú eru ráslistar Hraunhamars slaktaumatöltsins tilbúnir og þar eru margir spennandi knapar og hestar. Keppni hefst kl. 19:00 á morgun 17 mars. Húsið opnar kl. 17:30 og er frítt inn.
15.03.2016
Nú styttist í töltveisluna í Samskipahöllinni, þar sem saman koma sterkustu töltarar landsins. Landsliðsknapar og heimsmeistarar mæta í braut og hver veit nema nýjar stjörnur í röðum töltara verði til!
14.03.2016
Takið frá fimmtudaginn 17 mars n.k Hraunhamars slaktaumatölt í Gluggar og Gler deildinni
10.03.2016
Stóðhestaveltan sem haldin var á Allra sterkustu í fyrra vakti gríðarlega lukku.