17 dagar í Landsmót – stöðulistar í tölti og skeiði

Nú þegar aðeins 17 dagar eru þar til Landsmót hestamanna hefst á Hólum í Hjaltadal birtum við stöðuna eins og hún er í dag, 10.júní, á stöðulistum í tölti og skeiði.

Til hestamannafélaga og hestafólks

Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) stendur fyrir einni stærstu fjallahjólakeppni Íslands “Blue Lagoon Challenge” næstkomandi laugardag 11. júní frá kl. 16 - 21. Til að forðast árekstra og slys á hestum og mönnum langar okkur að biðja ykkur að hafa það í huga að það eru 1000 þáttakendur skráðir í keppnina sem verða hjólandi á þessari leið 11. júní.

Farsælt samstarf við Vegagerðina

Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri lætur af störfum hjá Vegagerðinni nú í júní sökum aldurs. Síðasta áratuginn eða svo hefur Gunnar haldið utan um reiðvegamál fyrir Vegagerðina gagnvart hestamönnum.

Landsmótsúrtaka á Vesturlandi

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 11. júní og sunnudaginn 12. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi.

Sýning ræktunarbúa - umsóknarfrestur rennur út 1. júní

Sýningar ræktunarbúa skipa heiðurssess á landsmótum hestamanna og á LM2016 á Hólum verður engin breyting þar á. Stefnt er á að tilhögun sýninga verði með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum, þ.e. að þátttaka verði bundin við 10 ræktunarbú.

Niðurstöður Vormóts Léttis

Vormót Létts tókst alveg frábærlega vel og voru úrslitin mjög skemmtileg og spennandi. Oft var mjótt á munum og réðust úrslit ekki fyrr en eftir að síðustu tölur voru slegnar inn.

Ráslistar fyrir íþróttamót Harðar

Þátttökuréttur félaga á LM2016

Nú hafa upplýsingar um leyfilegan fjölda þátttakenda frá hverju félagi LH, verið birtar á vef Landsmóts. Aðeins hefur félögum í hestamannafélögum landsins fjölgað samkvæmt nýjustu tölum úr félagakerfi ÍSÍ, FELIX og eru félagar í LH í dag um 11.300.

Hreyfing hestamanna - skýrsla

Mánudaginn 2. maí 2016 afhenti Kristinn Hugason formönnum LH, FHB og FT skýrslu með titlinum Hreyfing hestamanna – Könnun á möguleikum aukins formlegs samstarfs eða sameiningar.

Norðurlandamót - umsóknarfrestur til 1. maí

Norðurlandamótið í hestaíþróttum verður haldið í Biri í Noregi dagana 8. - 14. ágúst 2016.