15.11.2016
Ég held að gæðingafimi sé frábær leið til að bæta reiðmennsku og þjálfun. Í meistaradeild eru margir góðir knapar, fyrirmyndir og áhrifavaldar í reiðmennsku. Sjónvarpsútsendingar með faglegum lýsingum hjálpa til, hestaáhugafólk hittist, horfir saman og skiptist á skoðunum um reiðmennsku.
14.11.2016
Í ár stofnaði Landsamband hestamanna afrekshóp ungmenna með það sem aðalmarkmið að undirbúa þau sem best til þáttöku á stórmótum hérlendis og erlendis.
09.11.2016
Uppskeruhátíð hestamanna fór fram laugardaginn 5.nóvember síðastliðinn. Hátíðin fór vel fram og margt var um manninn. Ljósmyndari var á staðnum sem fangaði stemminguna.
08.11.2016
Viðburðadagatal LH er nú opið og sýnilegt á vef LH. Viðburðadagatalið má finna undir flipanum KEPPNI hér fyrir ofan.
05.11.2016
Uppskeruhátíð hestamanna var hátíðleg að vanda og þar voru verðlaunaðir knapar ársins í sex flokkum auk þess sem keppnishestabú og ræktunarbú ársins voru verðlaunuð.
03.11.2016
Kortasjá LH er algjört þarfaþing við skipulag og framkvæmd ferðalaga á hestum. Búið er að yfirfara og bæta við reiðleiðum á Reykjanesi og í Ölfusi og er heildarlengd reiðleiða í nú 11.607 km.
01.11.2016
Þessi stórefnilega unga söngkona ætlar að koma fram og syngja á Uppskeruhátíðinni á laugardaginn! Hún er 16 ára gömul og er dóttir Antons Páls Níelssonar og Ingu Maríu S. Jónínudóttur reiðkennara með meiru.
26.10.2016
Valnefnd sú er tók að sér það verkefni að fara yfir árangur keppanda á liðnu keppnistímabili er tilbúin með tilnefningar í alla flokka. Þeir sem verða svo útnefndir í hverjum flokki verða að venju heiðraðir á Uppskeruhátíð hestamanna þann 5. nóvember auk þess sem ræktunarbúi ársins verða veitt verðlaun.
26.10.2016
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin í Gullhömrum Grafarholti þann 5. nóvember. Það stefnir í frábært kvöld með góðum mat, frábærum félagsskap, verðlaunaafhendingum, kveðju frá Gísla Einars í Landanum og öðru skemmtiefni.
18.10.2016
Það verður veisla á næsta ári þegar heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram í Oirschot í Hollandi og án efa hafa margir knapar sett stefnuna í landslið Íslands sem mun keppa þar fyrir Íslands hönd.