Einstakt tækifæri – afrekshópur LH

Stjórn LH hefur í hyggju að setja á stofn afrekshóp ungra knapa. Tilgangur verkefnissins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi.

Vikings Trec keppni

Fimmtudagurinn 18 febrúar verður hrikalega spennandi í Víkings Treck keppni í Gluggar og Gler deildinni.

Námskeið í Ólympíu í Grikklandi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 11. til 25. júní n.k.

Hrímnis 4g í Herði - ráslisti

Ráslistinn fyrir Hrímnis fjórganginn í reiðhöllinni í Herðí er tilbúinn. Alls er 41 knapi á ráslista og það er Kári Steinsson sem ríður á vaðið á Bjarti frá Garðakoti. Mótið hefst kl. 19 í kvöld föstudagskvöld.

Dómar unghrossa - námskeið

Barbara Frische alþjóðlegur kynbótadómari, mun halda námskeið í mati á unghrossum og folöldum. Námskeiðið fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 13. - 14. mars 2016.

FEIF Youth Cup 2016 - umsóknir

Æskulýðsnefnd LH auglýsir eftir umsóknum á FEIF Youth Cup sem haldið verður dagana 23. - 31. júlí 2016 í Exloo Hollandi.

Ísólfur mætir aftur með Kristófer

Næsta fimmtudag verður keppt í gæðingafimi í Meistaradeildinni en Ísólfur Líndal Þórisson sigraði gæðingafimina í fyrra á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.

Lögleg innanhúsmót

Tilkynning frá Stjórn HÍDÍ um innanhúsmót: Hægt er að halda lögleg innanhúsmót í íþróttakeppni hér á landi. Til þess þarf einfaldlega að fara eftir öllum venjulegum reglum varðandi íþróttakeppni.

Gluggar og Gler deildin: 4g

Takið frá fimmtudaginn 4 febrúar – Furuflísarfjórgangur í Gluggar og Gler deildinni - Nú er loks komið að því að keppni í Gluggar og Gler deildinni 2016 hefjist. Æfingar hafa verið strangar hjá liðunum enda metnaðurinn mikill.

Breytingar í Kortasjá

Reiðleiðir um Skógarströnd og Snæfellsnes eru nú aðgengilegar í kortasjánni og eru það 490 km til viðbótar við það sem áður var skráð í kortasjána. Í heildina er þá búið að skrá 11.323 km af reiðleiðum í Kortasjána.