Meistaradeild Líflands og æskunnar

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin á vorönn 2018. Mótaröðin fer fram í TM-höllinni í Fáki.

Áhugamannadeild Spretts 2018

Laugardaginn 2. september kl. 19:30 verður dregið úr umsóknum nýrra liða í Áhugamannadeild Spretts fyrir keppnisárið 2018.

Auglýst eftir umsóknum um styrki í Íþróttasjóð

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði. Umsóknarfrestur er 2. október 2017, kl. 17:00.

Slakur taumur og 250m

Í slaktaumatöltinu kepptu fjórir Íslandingar og hlutskarpastur þeirra varð Reynir Örn Pálmason á Spóa frá Litlu-Brekku með 7,83 og eru þeir í þriðja sæti.

Nýdómaranámskeið HÍDÍ

Töluverður áhugi er á nýdómaranámskeið 2017 og setjum við hér með skráningu í gang. Ef næg þátttaka næst verður námskeiðið haldið í Reykjavík, bóklegi hlutinn verður seinnipartinn 16-18 ágúst og endar með prófi helgina 19 ágúst.

Íslandsmet Guðmundar Björgvinssonar staðfest

Stjórn Landssambands hestamannafélaga tók á fundi sínum þann 24. Júlí 2017 til afgreiðslu metumsókn í 100 metra fljúgandi skeiði. Mótið fór fram á Íslandsmóti á Gaddstaðaflötum við Hellu, mótssvæði Geysis þann 9. júlí 2017.

RÚV færir þér HM í Hollandi

Þar sem það styttist sjálft heimsmeistaramót Íslenska hestsins í Hollandi þá er ekki úr vegi að vekja athygli á fyrirhugaðri umfjöllun RÚV um mótið.

Bein útsending frá Íslandsmóti fullorðinna í hestaíþróttum á Rangárbökkum 6-9 júlí 2017

Nú er aðgengilegt að fylgjast með beinni útsendingu frá Íslandsmóti fullorðinna í hestaíþróttum á Gaddstaðaflötum 6-9 júlí 2017 á www.oz.com/lh

Áhugamannadeild Spretts 2018

Eftir frábæra mótaröð 2017 er undirbúningur hafinn fyrir fjórða keppnisár deildarinnar. Síðastliðin keppnisár hafa heppnast mjög vel og erum við Sprettarar gífurlega þakklát keppendum, áhorfendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem hafa komið að uppbyggingu deildarinnar.

Nokkrar ferðir eftir

Mikið eftirspurn hefur verið eftir ferðum með Úrval Útsýn á heimsmeistaramótið í Hollandi síðustu daga og er sætum farið að fækka verulega.