Lokað í dag miðvikudag

Vegna veikinda er skrifstofa LH lokuð í dag miðvikudaginn 5.apríl. Við bendum á netfangið lh@lhhestar með erindi sem berast þurfa LH.

Spennandi lokamót Meistaradeildar

Síðasta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum verður haldið 7. apríl í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Keppt verður í tölti og skeiði í gegnum höllina en keppnin hefst kl. 19:00.

Skeiðmót Meistaradeildarinnar á laugardaginn

Á laugardaginn fer skeiðmót Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum fram. Mótið verður haldið á Brávöllum á Selfossi en Skeiðfélagið mun sjá um framkvæmd mótsins. Keppt verður í 150m. skeiði og gæðingaskeiði.

Tölt og skeið í Uppsveitadeildinni

Uppsveitadeildinni fer nú senn að ljúka þetta árið. Síðasta keppnin fer fram föstudaginn 31. mars í Reiðhöllinni á Flúðum og hefst með kynningu á keppnisliðum kl. 19:45. Forkeppni í tölti hefst svo kl. 20:00.

Stjörnur í Samskipahöllinni

Fimmgangurinn er á morgun í Samskipahöllinni í Spretti. Keppni hefst kl. 19:00 en það er Sylvía Sigurbjörnsdóttir sem ríður á vaðið á gæðingi sínum Héðni Skúla frá Oddhóli.

Horses of Iceland á Equitana

Horses of Iceland býður ykkur velkomin á alþjóðlegu hestasýninguna Equitana í Essen, Þýskalandi, 18.-26. mars næstkomandi, þar sem starfsfólk okkar mun kynna íslenska hestinn á bási 2-B19.

Landsliðsfundurinn tókst afar vel

Á mánudagskvöldið hélt landsliðsnefnd LH metnaðarfullan fræðslufund í veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Farið var yfir lykil að vali landsliðsins sem halda mun á HM í Hollandi í sumar, nýir samstarfsaðilar kynntir til leiks og að lokum flutti Heimir Hallgrímsson magnað erindi.

Hestamenn heimsækja forsetann

Fulltrúar Landssambands hestamannafélaga fóru á fund forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, á dögunum. Þar kynntu þeir hestaíþróttina, menninguna og lífsstílinn, allt sem LH stendur fyrir í hestamennskunni.

Gluggar og Gler deildin 16. mars

Næsta mót í Áhugamannadeild Spretts – Gluggar og Gler deildinni verður hrikalega spennandi. Í boði verður veisla fyrir áhorfendur þar sem keppt verður í tveimur greinum á einu kvöldi.

FEIF - Alþjóðleg myndbandasamkeppni æskunnar

FEIF heldur alþjóðlega myndbandasamkeppni og þetta er liðakeppni þar sem 4-6 manna hópar búa til 3-5 mínútna langt myndband þar sem þemað er: “Power is … [ykkar hugmynd hér]”.