Æskulýðsnefnd LH á faraldsfæti

Æskulýðsnefnd LH stefnir í sína reglulegu fundarherferð um landið í febrúar og mars. Fundirnir verða sex talsins og eru haldnir víðsvegar um landið. Tilgangur fundanna er að efla tengsl nefndarinnar við það fólk sem vinnur að og hefur áhuga á æskulýðsmálum í hestamannafélögunum og einnig að kynna starfsemi nefndarinnar.

Afrekshópur LH – nokkur pláss laus

Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Stjórnandi hópsins er Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri íslenska landsliðsins.

Líkamsbeiting knapans

Fyrirlestur um líkamsbeitingu knapans með Heiðrúnu Halldórsdóttur pílates "dressage instructor".

Mótaskrá 2017

Mótaskráin er stútfull að venju og í febrúar, mars og apríl verður mikið um að vera fyrir áhugamenn og atvinnumenn í hestamennsku.

Kortasjáin tæpir 12.000 km

Vinna við Kortasjá LH er jöfn og stöðugt bætast við kílómetrar af reiðleiðum um landið okkar. Nú síðast var verið að setja inn um 217 km af reiðleiðum i Árborg og Flóahreppi. Heildarlengd reiðleiða er því 11.824 km í dag.

Ráðstefna um lyfjamál íþróttahreyfingarinnar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur standa fyrir ráðstefnu um lyfjamál þann 26. janúar kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík.

Árni skiptir um lið

Þriðja liðið sem við kynnum til leiks er lið Top Reiters. Liðið hefur verið sigursælt í Meistaradeildinni en það sigraði liðakeppnina árin 2012, 2013 og 2014 og var einnig kosið skemmtilegasta liðið öll árin.

Á dagskrá hjá HÍDÍ í janúar

Það er margt á döfinni hjá Hestaíþróttadómarafélagi Íslands núna í janúar og ber þar fyrst að nefna aðalfundinn að kvöldi 10. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Svo taka við endurmenntunarnámskeið, þrjú talsins.

Upprifjunarnámskeið GDLH

Upprifjunarnámskeið GDLH verður haldið laugardaginn 11.mars 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði klukkan 10:00. Allir gæðingadómarar eru hvattir til þess að mæta þangað.

Námskeið um vendinám fyrir íþróttaþjálfara

Ove Österlie, prófessor í íþróttafræðum við norska háskólann NTNU, heldur námskeið um notkun vendináms við íþróttaþjálfun í Reykjavík þann 2. febrúar og á Akureyri 3. febrúar 2016.