10.02.2017
Æskulýðsnefnd LH stefnir í sína reglulegu fundarherferð um landið í febrúar og mars. Fundirnir verða sex talsins og eru haldnir víðsvegar um landið. Tilgangur fundanna er að efla tengsl nefndarinnar við það fólk sem vinnur að og hefur áhuga á æskulýðsmálum í hestamannafélögunum og einnig að kynna starfsemi nefndarinnar.
09.02.2017
Tilgangur verkefnisins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Stjórnandi hópsins er Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri íslenska landsliðsins.
30.01.2017
Fyrirlestur um líkamsbeitingu knapans með Heiðrúnu Halldórsdóttur pílates "dressage instructor".
26.01.2017
Mótaskráin er stútfull að venju og í febrúar, mars og apríl verður mikið um að vera fyrir áhugamenn og atvinnumenn í hestamennsku.
25.01.2017
Vinna við Kortasjá LH er jöfn og stöðugt bætast við kílómetrar af reiðleiðum um landið okkar. Nú síðast var verið að setja inn um 217 km af reiðleiðum i Árborg og Flóahreppi. Heildarlengd reiðleiða er því 11.824 km í dag.
23.01.2017
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur standa fyrir ráðstefnu um lyfjamál þann 26. janúar kl.17:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík.
10.01.2017
Þriðja liðið sem við kynnum til leiks er lið Top Reiters. Liðið hefur verið sigursælt í Meistaradeildinni en það sigraði liðakeppnina árin 2012, 2013 og 2014 og var einnig kosið skemmtilegasta liðið öll árin.
09.01.2017
Það er margt á döfinni hjá Hestaíþróttadómarafélagi Íslands núna í janúar og ber þar fyrst að nefna aðalfundinn að kvöldi 10. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Svo taka við endurmenntunarnámskeið, þrjú talsins.
06.01.2017
Upprifjunarnámskeið GDLH verður haldið laugardaginn 11.mars 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði klukkan 10:00. Allir gæðingadómarar eru hvattir til þess að mæta þangað.
03.01.2017
Ove Österlie, prófessor í íþróttafræðum við norska háskólann NTNU, heldur námskeið um notkun vendináms við íþróttaþjálfun í Reykjavík þann 2. febrúar og á Akureyri 3. febrúar 2016.