Einkunnalágmörk á Íslandsmót 2017

Tilkynning frá keppnisnefnd LH um einkunnalágmörk á Íslandsmót fullorðinna 2017, sem haldið verður á Hellu dagana 6. - 9. júlí.

Árleg fundaferð um málefni hestamanna

Árleg fundarferð um málefni hestamannaAlmennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega.

Fundi Æskulýðsnefndar LH frestað

Fundi Æskulýðsnefndar LH, sem var fyrirhugaður í dag kl.18:00 á Sörlastöðum, hefur verið frestað vegna veðurs. Ný dagsetning fundarins er sunnudagurinn 26.febrúar kl.17:00 á Sörlastöðum. Vonumst til þess að sjá sem flesta.

Nýr Sportfengur í sjónmáli

Nú er unnið að lokafrágangi á nýrri útgáfu SportFengs. Tölvunefnd LH hefur fengið stærstan hluta kerfisins afhent til prófana og standa þær yfir á sama tíma og forritarar eru að leggja lokahönd á forritun kerfisins.

Virkir íþróttadómarar 2017

HÍDÍ hefur gefið út lista yfir virka íþróttadómara 2017. Listann má finna inná vef félagsins og einnig hér á vef LH undir "Keppni" hér í valstikunni fyrir ofan og þar undir "Íþróttadómarar".

Æskulýðsbikar FEIF

Á hverju ári senda æskulýðsnefndir aðildarlanda FEIF skýrslu til sambandsins um starfið í hverju landi. Þessar skýrslur liggja svo til grundvallar þegar æskulýðsnefnd FEIF velur handhafa æskulýðsbikars FEIF hvert ár.

TREC-nefnd LH býður nýja félaga velkomna

TREC nefnd LH hefur tekið til starfa að nýju og óskar eftir áhugasömum meðlimum til samstarfs.

Upprifjunarnámskeið GDLH

GDLH minnir á upprifjunarnámskeið hérlendis. Laugardaginn 11. mars klukkan 10:00 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Miðvikudaginn 15. mars klukkan 18:00 í Blönduskóla á Blönduósi.

Uppsveitadeild Loga, Trausta og Smára

Uppsveitadeildin 2017 hefst föstudaginn 17. febrúar í Reiðhöllinni á Flúðum. Eins og áður keppa sjö lið úr hestamannfélögunum í Uppsveitum sín á milli um sigur í liða- og einstaklingskeppni.

Gluggar og Gler deildin hefst á fimmtudaginn

Spennan eykst og nú eru einungis örfáir dagar þangað til eitt stærsta mót landsins innanhúss hefst í Sprettshöllinni. Gluggar og Gler deildin 2017 – Áhugamannadeild Spretts hefst fimmtudaginn 16 febrúar kl. 19:00.