Velferð dýra og flugeldar

Áramótin nálgast óðfluga og minnir Landssamband hestamannafélaga dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum á meðan á flugeldaskotum stendur. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður.

Ár reiðmennskunnar 2017

Súsanna Sand formaður FT er með vangaveltur um stöðu reiðmennsku, tamninga og reiðkennslu.

Gleðileg jól hestamenn!

Landssamband hestamannafélaga óskar hestamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Opið málþing um stöðu keppnismála

Félag tamningamanna heldur opið málþing um stöðu keppnismála fimmtud 5. janúar kl.19.30 í Harðarbóli Mosfellsbæ.

Suðurlandsdeildin

Það er von á æsispennandi keppni í Suðurlandsdeildinni sem hefst þann 31. Janúar á nýju ári. 12 lið hafa staðfest þátttöku og því 60 þátttakendur staðfestir, það má því búast við hörku keppni.

Sæti fyrir ungt fólk í æskulýðsnefnd FEIF

Frá og með febrúar 2017, mun æskulýðsnefnd FEIF bæta við einu sæti í nefndina. Þetta sæti er hugsað fyrir ungt fólk á aldrinum 20-28 ára og mun þessi aðili sem kosinn verður, hafa öll sömu réttindi og aðrir nefndarmeðlimir.

Styrktarsjóður Íslandsbanka og ÍSÍ

Við viljum vekja athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir í Styrktarsjóð Íslandsbanka og ÍSÍ. Sjóðurinn mun styrkja ungt íþróttafólk á aldrinum 15-20 ára á braut sinni í átt að hámarksárangri.

Ósóttir verðlaunagripir frá Landsmóti

Enn er töluvert magn ósóttra verðlaunagripa frá Landsmóti hestamanna 2016. Hvetjum við alla þá sem eiga ósótta verðlaunagripi að sækja þá við tækifæri á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga sem er til húsa í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 2.hæð.

Frábærir veislustjórar og stórskemmtileg skemmtiatriði!

Uppskeruhátíð hestamanna fer fram á morgun, laugardaginn 5.nóvember, í Gullhömrum og það stefnir allt í frábæra Uppskeruhátíð! Veislustjórar verða þau Andrea Þorvaldsdóttir og Jón Kristófer Sigmarsson (Jonni á Hæli) og þau munu gera óspart grín að sjálfum sér og öðrum.

Miðasalan rýkur af stað

Miðasalan fer gríðarlega vel af stað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 5.nóvember n.k. í Gullhömrum Grafarholti. Það er um að gera að tryggja sér miða í tíma!