08.09.2014
Landsþing LH verður haldið á Hótel Selfossi dagana 17. og 18. október. Frestur formanna félaga til að skila inn kjörbréfi síns félags er til og með 15. september. Tillögufrestur félaga er sama dag.
04.09.2014
Eins og flestir orðið vita, þá verður 59. Landsþing LH haldið á Hótel Selfossi 17. - 18. október n.k. Hér á síðunni má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um þingið, bæði fyrir þingfulltrúa og aðra hestamenn sem láta sig málefni félagshreyfingarinnar varða.
03.09.2014
Til viðbótar í Kortasjána eru komnir 542 km af reiðleiðum í Dalasýslu og er heildarlengd skráðra reiðleiða í Kortasjánni nú samtals 10.593 km.
02.09.2014
Landssamband hestamannafélaga auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga vegna Landsmóts 2018. Umsókn skal fylgja greinargerð, teikningar af viðkomandi svæði og stutt lýsing á staðarháttum.
01.09.2014
Sumarsmellur Harðar fór fram um liðna helgi en vegna veðurs á sunnudaginn voru úrslit mótsins felld niður og verða knapar því verðlaunaðir eftir niðurstöðum úr forkeppni. Sú verðlaunaafhending fer fram mánudaginn 1. september kl. 19:30 í félagsheimili Harðar, Harðarbóli.
29.08.2014
Landssamband hestamannafélaga og Úrval Ústsýn ehf undirrituðu í dag samning um samstarf varðandi heimsmeistaramót íslenska hestsins sem fram fer í Herning í Danmörku í ágúst 2015.
29.08.2014
Sumarsmellur Harðar verður haldinn um helgina í Mosfellsbænum. Hér má sjá ráslista mótsins og dagskrá.
12.08.2014
Opið stórmót hestamanna og gæðingakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum 16. og 17. ágúst.
01.08.2014
Landssamband hestamannafélaga auglýsir eftir umsóknum hestamannafélaga vegna Landsmóts 2018.
29.07.2014
Laust er til umsóknar fyrir keppnislið að sækja um að komast í umspil, um þátttökurétt fyrir keppnisárið 2015 við það keppnislið sem var með lægsta heildarskorið í mótaröð MD sem lauk 4.apríl s.l