Skrifstofan lokuð

Skrifstofa LH er lokuð í dag, mánudaginn 28. júlí, vegna veikinda.

Feif Youth Cup - dagskrá & ráslistar

Í dag fimmtudag hefst keppnin á Youth Cup á Hólum. Hér má sjá dagskrá mótsins og ráslista.

Feif Youth Cup - dagur 6

Frábær dagur er nú að kvöldi kominn. Við skelltum okkur í dagsferð um Skagafjörðinn, við byrjuðum á að heimsækja Varmalæk og horfa á Kunningja frá Varmalæk og þótti hópnum mikið til koma. Magnea sýndi okkur hesthúsið og fleiri gæðinga sem voru heima við.

Feif Youth Cup - dagur 4 & 5

Sökum anna höfum við ekki náð að senda inn frétt frá degi 4 og því kemur hann núna með degi 5. Nú er allri þjálfun lokið og á morgun verður hestunum gefið frí og krakkarnir fara í heimsókn í Skagafjörðinn.

FEIF Youth Cup að hefjast

Dagana 11. - 20. júlí verður haldið alþjóðlegt æskulýðsmót - FEIF YOUTH CUP - hér á Íslandi. Það er í annað sinn sem mótið er haldið hér. Mótið fer fram á Hólum í Hjaltadal. Mótið er haldið af æskulýðsnefnd LH í samstarfi við æskulýðsnefnd FEIF.

RÚV sendir út frá LM

RÚV og Landsmót hestamanna hafa samið um útsendingarrétt af mótinu og mun RÚV senda stóran hluta dagskránnar út beint, auk þess sem valdir liðir verða endursýndir.

Kortasjáin stækkar

Búið er að skrá í kortasjána allar reiðleiðir í Þingeyjarsýslum að Jökulsá á Fjöllum. Viðbótin nú er 308 km þannig að í heild eru komnir 10.051 km af reiðleiðum í kortasjána. Næstu verkefni verða Dalasýsla og Snæfellsnes áður en ráðist verður í að klára Norðausturland og svo Austurland.

Skrifstofa LH lokuð e.h. í dag

Skrifstofa LH verður lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 6. júní. Með aðkallandi erindi vinsamlegast sendið tölvupóst á lh@lhhestar.is.

Sænskir dómarar styðja bann LH

Sænskir hestaíþróttadómarar hafa tekið höndum saman og staðið með LH að banna tungubogamél með vogarafli. Dómararnir skora jafnframt á FEIF að taka undir með LH og banna búnaðinn á öllum viðburðum/mótum íslenska hestsins. Þeir sendu formlegt bréf til stjórnar FEIF, sem og sport- og kynbótaleiðtoga samtakanna.

RÚV í samstarf við Landsmót hestamanna

RÚV og Landsmót hestamanna gerðu í dag samkomulag um samstarf varðandi Landsmót hestamanna sem fram fer á Hellu 30.júní til 6.júlí n.k. RÚV mun vera með innslög og fréttaflutning frá mótinu auk þess að sýnt verður beint frá völdum dagskrárliðum.