Hópstjóra vantar á FEIF Youth Cup

Æskulýðsnefnd LH heldur alþjóðlegt æskulýðsmót á vegum FEIF á Hólum í sumar, 11. – 20.júlí, þar koma saman 78 keppendur frá aðildalöndum FEIF í þjálfun og keppni. Það vantar tvo hópstjóra (teamleader) til að halda utanum sitthvorn hópinn en krökkunum er skipt í þrettán lið og er hópsstjóri með hverjum hóp.

TÖLT - óður til íslenska hestsins

Sýning í Norræna húsinu: Lifandi hestar verða úti á túni, óður til íslenska hestsins er á sýningunni TÖLT sem opnar kl. 15:00 í Norræna húsinu kl. 15:00 31.maí

Skemmtileg firmakeppni Léttis

Mjög skemmtileg firmakeppni var haldin á Hlíðarholtsvelli á Akureyri í gær. Veðrið lék við keppendur og langþráð útimót loksins haldið. Stemmingin var góð og margir góðir hestar mættu til leiks sem gaman var að fylgjast með.

Gæðingamót Fáks og úrtaka fyrir LM

Gæðingamót Fáks og úrtaka fyrir Landsmót fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 29. – 31. maí næstkomandi. Vegleg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður hin glæsilega „Gregersen-stytta“ veitt þeim Fákskeppanda sem sýnir prúðmennsku og snyrtimennsku í hvítvetna og er ávallt klæddur Fáksbúningi í allri keppni á meðan á mótinu stendur.

Gæðingamót Harðar og úrtaka fyrir LM

Gæðingamót Harðar og úrtaka fyrir LM verður haldin dagana 29.5 - 1.6. Mótið fer þannig fram að fyrri umferð úrtöku er á fimmtudeginum 29. maí (þá er bara riðin forkeppni), Gæðingakeppnin og síðari úrtakan á laugardegi - og öll úrslit eru á sunnudeginum.

Bréf til ráðherra - tunguboginn

Stjórn LH sendi á dögunum bréf til Hr. Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Afrit fóru einnig á Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og yfirdýralækni Sigurborgu Daðadóttur.

Hjólhýsastæðin komin í sölu

Í miðasölu landsmóts er nú hægt að versla hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni. Stæðin eru rúmgóð og eiga að rúma auðvelda hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn og bíl. Þriggja fasa stöðluð millistykki þarf til að tengjast rafmagnsstæðunum.

Tillaga til FEIF vegna stanga með tunguboga

Í morgun sendi stjórn LH frá sér bréf til FEIF með tillögu um að banna alla tunguboga með vogarafli í keppni og kynbótasýningum.

Liðsstjórinn Páll Bragi

Páll Bragi Hólmarsson hefur verið ráðinn liðsstjóri íslenska landsliðsins fyrir Norðurlandamótið í hestaíþróttum sem fram fer í Herning dagana 30. júlí – 3. ágúst 2014.